Archive | April, 2011

skattar2

Skattframtalið liggur!!!

Í dag skilaði ég mínu fyrsta norska skattframtali, eða selvangivelse. Þetta gekk stórslysalaust vona ég. Samkvæmt bráðabirgðaútreikningi eigum við von á endurgreiðslu upp á 45.000 krónur þegar álagningin kemur í júní, það eru rúmlega 900.000 íslenskar. Þó hófst þátttaka okkar á vinnumarkaði ekki fyrr en um mitt ár í fyrra hérna í Noregi. Ég fjallaði […]

Continue Reading
krona

Ég er útrásarvíkingur

Undanfarna mánuði hef ég fylgst af öfuguggakenndum (ísl. slett. pervertískum) áhuga með gengi íslensku krónunnar og í dag fannst mér það til dæmis hið besta mál að ein íslensk króna með þorski og bergrisa væri janfvirði 21,20 norskra króna en ein norsk króna er reyndar með gati, sbr. hið bráðsmellna orðatiltæki að eiga ekki krónu […]

Continue Reading
legsteinn

RaksápupáskaR

Hvílíkt högg að koma aftur á vinnumarkaðinn eftir fimm daga sólbað og sull í víni og veislumat. Morgunninn var einn sjá djöfullegasti síðan land byggðist hér á svæðinu. Nú þarf ég að fara að raða inn sumarafleysingafólki á öðru hundraðinu, halda starfsmannafund í fyrramálið og svo fer restin af vikunni eins og hún leggur sig […]

Continue Reading
beinsk

Stóru spurningunni varpað

Jæja, ég lét loksins verða af því í kvöld…skellti mér á skeljarnar í eldhúsinu eins og fífl og bað kellinguna að giftast mér 30. júní 2012. Hún var nógu vitlaus til að segja já. Bilaðir þessir Húsvíkingar. Þetta táknar tvennt, við þurfum að vera á Íslandi á brúðkaupsdaginn næsta sumar og ég þarf að vera […]

Continue Reading
paskakvedja

Páskakveðja og hnignun íslenskra málshátta

atlisteinn.is óskar Íslendingum til sjávar og sveita gleðilegra páska og farsæls komandi sumars. Hérna í Noregi fáum við að njóta heitustu páska síðan 1943 ef marka má þá veðurfræðinga sem stórblaðið Verdens Gang ráðfærir sig við og ég verð að játa að ég hef tekið metlit síðan á miðvikudaginn. Muni ég rétt eru þetta mínir […]

Continue Reading
sr

Lítið bankahrun í Noregi – bankinn frétti af því á Facebook

Norskir fjölmiðlar greina nú frá heldur bagalegu vandamáli sem upp kom fyrir páskana hjá Sparebank 1 SR-sparisjóðnum og nokkrum stórum bönkum sem hugbúnaðarrisinn EDB Ergogroup rekur kortakerfin fyrir. Á miðvikudaginn, þegar Norðmenn gengu berserksgang í verslunum og áfengisútsölum fyrir páskana, eða ætluðu sér alla vega að gera það, fóru allir hraðbankar SR skyndilega að hegða […]

Continue Reading
stavanger

Suðupáskar í Stavanger

VG hafði það eftir veðurfræðingum í gær að búast mætti við hlýjustu páskum í tæp 60 ár í Noregi, eða síðan 1943. Það virðist ætla að ganga eftir, hér er þriðji í rjómablíðu í dag og virðist ekkert lát á. Ég á eitt kvöld eftir í aukavinnunni á N.B. Sørensens, sem er í kvöld, en […]

Continue Reading
frettamynd arsins

Líður að páskum

Skemmtileg og óvænt sending beið mín í póstkassanum í gær. Þar lá Blaðamaðurinn, tímarit og málgagn Blaðamannafélags Íslands. Hjálmar Jónsson, sá ágæti maður, formaður BÍ, mundi eftir félagsmönnum erlendis og sendi mér eintak. Gaman var að sjá fréttamyndir ársins frá Íslandi og nýjustu úrskurði siðanefndar Blaðamannafélagsins. Tveir kaffibollar fóru í að liggja yfir blaðinu í […]

Continue Reading
svalirii

Spánarástand

Hérna í Stavanger er komin svoleiðis rjómablíða að einn fjórði væri nóg. Skafheiður himinn og blankalogn, hiti á svölunum hjá okkur mældist 25 gráður síðdegis í dag. Skelfilegt er að þurfa að eyða slíkum dögum á vinnustað en það hjálpar að vera þá búinn klukkan hálfþrjú…og vaktafrí á morgun. Frítíminn hófst þó undir köldu augliti […]

Continue Reading
treholt

Enn ein niðurstaða í Arne Treholt-málinu

Guðmundar- og Geirfinnsmálin eru eins og veðurfréttir í samanburði við Arne Treholt-málið sem enn lifir góðu lífi hérna í Noregi en ég hlustaði á fréttaflutning af þessu máli þegar ég var tíu ára á Íslandi. Málið snerist (og snýst enn) um meintar njósnir Arne Treholt, háttsetts embættismanns í norska utanríkisráðuneytinu, fyrir Sovétmenn. Í fyrra kom […]

Continue Reading