Í apríl 1982 tók ég mér myglugræna stílabók í hönd og hóf að rita dagbók. Var ég þá átta vetra. Í fyrstu var þetta með hléum en frá 1984 færði ég dagbók mína samviskusamlega að kvöldi hvers dags. Yfirleitt voru þetta nauðaómerkileg skrif, þurr skýrsla yfir það sem gerðist dag hvern og ef til vill […]
Archive | June, 2009
Lifur Steve
Ég var með pistil á Bylgjunni í morgun um hvort Steve Jobs Apple-forstjóri hafi borgað sig fram fyrir 16.000 manna biðlista eftir lifrarígræðslu. Pistilinn má heyra á síðu Bylgjunnar og lesa undir ‘Pistlar’ hér á atlisteinn.is (sem er reyndar mun fljótlegra). Þetta var svona hæfilega létt og fróðlegt pistlaefni eins og ég reyni yfirleitt að […]
Ný lifur er ekki eitthvað sem þú kaupir í Bónus
Menn velta því nú fyrir sér hvort fjárhagsstaða Steve Jobs, forstjóra Apple, hafi komið honum fram fyrir biðraðir í lifrarígræðslu.
Eru engin takmörk…?
Kanadískir vísindamenn vinna nú að því að rækta nýtt kúakyn sem ropar minna en þær hefðbundnu kýr sem nú tíðkast. Þetta er gert með umhverfissjónarmið að leiðarljósi en kýr eru ábyrgar fyrir þremur fjórðu hlutum af öllu því metangasi sem losað er í heiminum.
Síminn – sennilega dýrastur
Jæja, ég steig skrefið loksins. Eftir viðskipti við Símann (áður Póst & síma og þar á eftir Landssímann) frá því í nóvember 1996 flutti ég viðskipti mín yfir til Tals í síðustu viku. Hvers vegna? Jú, þegar sex prósenta gjaldskrárhækkun Símans 1. mars síðastliðinn hækkaði símareikninginn minn úr 20.000 krónum í 35.000 (einn GSM-sími, heimasími […]
Kveðið úr kálgarðinum II
Í dag, laugardaginn 13. júní, létum við vaða og skelltum niður þremur tegundum af kartöfluútsæði ásamt gulrótar- og radísufræjum. Framkvæmdin var furðueinföld þannig séð. Við mættum á svæðið í hæglætisveðri og þurru en ekki leið á löngu uns sá gamli tók að hella úr sér. Útsæðistegundirnar voru premier, gullauga og rauðar, allt hroðalegt efni sem […]
Fyrsta hljóðið
Þetta myndskeið lýsir fyrsta hljóðinu sem heyrist þegar hellt er úr flösku af Captain Morgan-rommi. Augnablikið er 30. maí 2009 klukkan 16:22, staðsetning Reyðarfjörður. Skýringar fylgja öllu myndbandinu en um þessa ferð sérstaklega er bent á pistilinn Reyðarfjörður – best geymda leyndarmál Austfjarðaþokunnar undir liðnum Tuð á atlisteinn.is. Skál.
Vantar belju og/eða landnámshænu
Belja og/eða landnámshæna óskast til þátttöku í sjúklegu tilraunaverkefni um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Hvorki er gefið að kvikindunum verði skilað á lífi né andlega heilum, sennilega hvorugt.
Kveðið úr kálgarðinum I
atlisteinn.is birtir á næstu vikum og mánuðum einstaka frásögn af og lýsingu á ræktun matjurta í þar til gerðum reit við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Áður hefur verið greint frá því hér í tuðdálki síðunnar að okkur var úthlutað heilum 50 fermetra matjurtagarði af hálfu bæjaryfirvalda gegn aðeins 1.500 króna greiðslu fyrir allt sumarið (sem skýrist […]
Krónan er klósett ÁRSINS 2009
Þetta er einstakt afrek. Krónan hefur hér með orðið sér úti um titilinn klósett ársins 2009 á atlisteinn.is vegna síendurtekinna rangra hillumerkinga (sem, merkilegt nokk, gefa ávallt upp lægra verð en rukkað er við kassa, aldrei hærra þrátt fyrir að hér sé um hrein mistök að ræða að sögn verslunarstjóra). Hér að neðan getur að […]