Archive | April, 2012

gangeren

Hús hinnar rísandi sólar

Svona lítur heimili okkar, frá og með mánudeginum 30. apríl, út utan frá séð. Tveggja hæða hús með kjallara og risi í Hana í Sandnes. Dyrabjallan virkar ekki sem er reyndar ágætt. Við kaupum nefnilega ekki merki. Við komum til með að búa á annarri hæðinni og ég kvíði því mjög að reyna að koma […]

Continue Reading
moving logo

‘I gave him the wrong finger!’

Man einhver eftir kvikmyndinni Moving með Richard Pryor frá 1988 (hér er stiklan)? Mér líður svona núna. Þegar ég sá Moving í annaðhvort Regnboganum eða Bíóhöllinni í Álfabakka rétt um fermingu fannst mér hún nokkuð brosleg auk þess sem þetta var í fyrsta sinn að mínu viti sem Saab 900 Turbo var notaður í bandarískri […]

Continue Reading
lt

Kíkt á kellu

Ég leit á kellinguna í vinnuna á mánudaginn eftir vinnu hjá mér. Það er ekki himinn og haf á milli okkar, við erum bæði starfandi í Tananger í Sola, þar sem flest stóru olíufyrirtækin hafa aðsetur. Reyndar get ég sagt að haf sé á milli okkar þar sem vinnustaðir okkar eru hvor sínu megin við […]

Continue Reading
lonningspils 2012

Lønningspils og útflutningsteiti á föstudag

Við héldum síðustu teitina hér á Overlege Cappelensgate föstudaginn 13. apríl og fórnuðum fyrir hana Haddaway og Scooter-tónleikunum í Sørmarka Arena sem hefðu þó væntanlega verið þess virði að heimsækja. Maður þarf bara að velja og hafna. (MYND: Íslenska brennivínið komið í staupin. Myndin er tekin á iPhone, nú hafa hvít augu leyst gömlu rauðu […]

Continue Reading
pskakanna

Gleðilega páska

Við óskum Íslendingum til sjávar og sveita gleðilegra páska og vonandi hefur fólk það almennt gott í fríinu. Við fengum fína sendingu frá Islandsfisk á pálmasunnudag, lifrarpylsu, rúgbrauð, flatkökur, bjúgu og eitt rammíslenskt páskaegg. Þau hjónin aka um Noreg fyrir jól, páska og einu sinni á sumrin og maður pantar af heimasíðunni áður. Mjög þægilegt […]

Continue Reading