Það er ekkert eins og fyrstu mínúturnar eftir að vinnu lýkur síðasta vinnudag fyrir sumarfrí. Þetta frí er einhvern veginn besta frí ársins. Gott veður, yfirleitt langt frí og oft ferðalag að endimörkum heimsins. Núna til Íslands. Við fljúgum frá Sola-flugvelli í fyrramálið, höngum sex tíma í Ósló og lendum í Keflavík 16:50. Þetta verða […]
Archive | June, 2012
Bar mánaðarins
Það er kristalstært að Pastabakeriet.no hérna niðri við Flintergata er bar mánaðarins ef ekki ársins á atlisteinn.is. Þarna er áfengi selt eftir vigt. Þekkja lesendur það hvimleiða vandamál að ætla að fá sér hvítvínsglas á veitingastað og fá þá afhent stærðarinnar glas með einhverjum lögboðnum 10 sentilítrum sem eru um það bil einn og hálfur […]
Nýr Don Corleone – Brando snýr sér við í gröfinni!
Ég er kominn með metnaðarfulla tannrótarbólgu frá og með í gær (ja, fyrstu einkenni komu reyndar fram eftir vinnu á laugardag). Þetta er meira helvítið, gefur gamla brjósklosinu mínu ekki millimetra eftir í einkar myndrænum þjáningum. Þetta var ekki komið á stig fullkominna vítiselda í gær. Þá náði ég nokkurn veginn að halda mér bærilegum […]
Ekki bara olía…
Það er óhætt að fullyrða að röravöllurinn hjá ConocoPhillips sé uppspretta lífs. Þarna halda nokkrir ljónstyggir villikettir til og sjást annað slagið á hlaupum milli rörastæða. Ljóst er að þeir leggja metnað í viðhald stofnsins þar sem merkilegur atburður gerðist í dag. Þegar við unnum við að hífa rör upp úr röragámi, svonefndum basket, varð […]
Dreitill í tímans glas
Í dag eru 20 ár liðin frá fyrri tónleikum Iron Maiden á Íslandi. Þeir fóru fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 5. júní 1992 sem var byrjun hvítasunnuhelgar þess árs. Ef ég man rétt voru tónleikarnir á vegum Listahátíðar í Reykjavík en ég fullyrði það ekki. Það sem mun færri vita, en kemur þó fram í umslagstexta […]