Það líður varla sá dagurinn að ekki séu einhver merkistímamót. Fyrir þremur vikum fögnuðum við eins árs búsetu í Noregi, í fyrradag var ég reyklaus í 11 ár og í dag, 31. maí, er eitt ár frá því að þátttaka okkar á norskum vinnumarkaði hófst og sér langt í frá fyrir endann á henni. Þessi […]
Archive | May, 2011
Spænskættaður niðurgangur í kortunum
Nú hefst fjörið, hrikalegur E. coli-faraldur fer nú sem eldur í sinu frá Þýskalandi yfir Danmörku og Svíþjóð með stefnu á Noreg, að sögn Aftenposten og þeirra sérfræðinga sem blaðið ráðfærir sig við (frétt um fyrsta tilfellið í Noregi birtist á síðu blaðsins á meðan ég skrifaði þennan pistil). Sökudólgurinn er talinn vera innfluttar spænskar […]
Tár, bros og bankahrun (ekki eftir Þorgrím Þráinsson samt)
Ég dró dagbókina mína frá 2008 niður úr hillu áðan. Tilefnið var ómerkilegt, við sátum hérna og skeggræddum hvort við hefðum farið til Akureyrar sumarið 2008 og heimsótt þar meðal annars Snorra, bróður Rósu. Ég var alveg viss um að við hefðum farið einu sinni norður á 420 SEL Benzinum sem ég keypti á eBay […]
Ernir – ekki bara flugfélag
Rúmlega 16.000 miðar eru seldir á tónleika Eagles sem hér verða haldnir með látum á Viking Stadion á hvítasunnudag. Aðstandendur tónleikanna gera sér vonir um að 20.000 miðar seljist á efsta degi en leikvangurinn rúmar 23.000 tónleikagesti. Rogalands Avis er með heljarmikla grein um viðburðinn í dag og stefnir allt í gríðarlega tónleika. Við keyptum […]
Öskudagurinn langi…
…er nýr hátíðardagur í Stavanger og nágrenni sem gengur út á að fagna því að sem lengst sé liðið frá deginum í gær en þá lömuðust flugsamgöngur frá flugvellinum á Sola. Ja, þær lömuðust nú reyndar ekki alveg en nóg til þess að farþegaflug gekk allt úr skaftinu og þyrluflug á olíuborpallana hérna úti á […]
Norsk landafræði
Klausuna hér að neðan má nú lesa í frétt vefútgáfu Stavanger Aftenblad sem fjallar um rénun Grímsvatnagossins. Þeir eru seigir í landafræðinni frændur okkar. (MYND: Íslandskort Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1590. Norðmenn halda sennilega að Ísland sé svona.) Grimsvötn er en av Israels mest aktive vulkaner. Den er dessuten lunefull og uforutsigelig, sier Einarsson. Han […]
Það sem ég kem mér í
Það er fátt um fína drætti í pistlum hjá mér í dag. Í einhverju maníukasti um daginn bókaði ég mig á tveggja daga námskeið í presentasjonsteknikk, það er að segja framsögu, kynningarfyrirlestrum eða bara almennu bulli fyrir framan hóp af fólki. Þetta er á vegum háskólasjúkrahússins en haldið á einhverri café latte-markaðsfræðistofu uppi á Forus. […]
Svo þykist maður fylgjast með…
Þetta er nú ekki hægt, við fréttum af Grímsvatnagosinu frá Nýja-Sjálandi!!! Þar býr frænka hennar Rósu og hún setti myndir af ósköpunum á Facebook. Við uppgötvuðum þetta þegar við kveiktum á tölvum hér með kaffibollanum klukkan 14:24 að norskum tíma í dag. Þá hafði gosið staðið í um 18 klukkustundir og við höfðum ekki grænan […]
Ég gæti átt einn vinnudag eftir um ævina
Þessi pistill gæti orðið sá síðasti á atlisteinn.is. Svo verður alla vega klárlega ef eitthvað er að marka hárnákvæma spá Harold Camping um að heimsendir verði núna um helgina, nánar tiltekið klukkan sex á laugardagskvöld…sennilega að vesturstrandartíma Bandaríkjanna svo reikni nú hver sem er. Hálfömurlegur tími, mánudagsmorgunn er eini vitræni tíminn fyrir endalokin, helst rétt […]
Þeir voru frá Wisconsin eftir allt
Alltaf get ég treyst á að CNN bjóði upp á einhverja klikkun sem kemur mér í enn betra skap en ég er í dags daglega. Þessi frétt þeirra snillinganna af Don Gorske sem var að borða 25 þúsundasta Big Mac-hamborgarann sinn í dag er enn ein sönnun þess að fréttir dagsins í dag munu alltaf […]