Ég hélt að þessi dagur kæmi ekki, það eru hreinar línur! Hvílík tilfinning að ganga út af spítalanum klukkan 14:40 í dag í sumri og sól, kominn í verulega langþráð frí í þrjár vikur og þrjá daga. Ótrúlegt. Þegar þetta er ritað sit ég úti í garði með tvöfaldan í glasi og Herbert Guðmundsson í […]
Archive | June, 2011
Verðlagsnefnd djöfulsins og Gulla frænka sjötug
En sniðugt hjá verðlagsnefnd búvara. Samkvæmt þessari frétt Vísis hækka mjólkurvörur um 4,25 prósent í verði 1. júlí. Skemmtileg tilviljun er tölvupóstur sem ég fékk frá Blaðamannafélagi Íslands í gær með þessum fréttum (birt er brot af heildartexta): Öll laun og kjaratengdir liðir hækka um 4,25% frá og með 1. júní sl. Það þýðir að […]
Dauðinn á skriðbeltunum
Það verður gestkvæmt í garðinum hjá okkur yfir sumarmánuðina. Jafnvel of gestkvæmt að sumra áliti. Þessi fagurbrúni djöfull leit á okkur í kvöld með öllum fjórum, sex eða átta augunum, það er dálítið erfitt að átta sig á líkamsbyggingu hans. Hann nálgast tíu sentimetrana þegar hann gerir sig hvað breiðastan og fór sér að engu […]
Á Íslendinga degi
Þó þú langförull legðirsérhvert land undir fót,bera hugur og hjartasamt þíns heimalands mót… Þessi fleygi boðskapur Stephans G. Stephanssonar sannaðist rækilega í miklu húllumhæi Íslendinga í Stavanger á þjóðhátíðardaginn 17. júní en gleðin fór fram á De Røde Sjøhusene, huggulegum veitingastað hérna niðri í miðbæ. Að sönnum 17. júní sið hófst dagurinn með rigningu en […]
Stórvirki sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju norskrar ljóðagerðar
Stórfréttir, ég hef farið með sigur af hólmi í minni fyrstu ljóðasamkeppni í Noregi. Þar er um að ræða hinn lýríska stórviðburð sem árleg sumarljóðasamkeppni På Pulsen, fréttablaðs háskólasjúkrahússins, er óneitanlega. Frumburður minn í norskum kveðskap, Vasketrallens skrik, eða Óp ræstingavagnsins, birtist í blaðinu sem kom út í morgun og var eitt þriggja sigurverka í […]
Krabbinn með gylltu klærnar
Rósa fékk gefins norskan sjókrabba, heilan djöful, í vinnunni í dag. Dýrið var afhent látið og soðið. Með Rósu vinna systurnar Laila og Marit sem hafa unnið á spítalanum í mannsaldur. Þær gera ekki annað en veiða fisk og annað sjávarfang í frítíma sínum auk þess að þamba brennivín. Krabbinn kom frá þeim. (MYND: Þetta […]
Þú getur tékkað út þegar þú vilt…
…en þú ferð aldrei. Þessi fleygu orð margsönnuðust á sögulegum tónleikum snillinganna í Eagles á Viking Stadion hérna í Stavanger í kvöld (sérstaklega þegar við reyndum að komast þaðan með lest á eftir). Þetta var hreinlega ógleymanleg lífsreynsla… það litla sem ég man af henni. Veðrið lék við tónleikagesti, hiti og sól meira og minna í […]
Upp upp mín sál
Landið er að smárísa núna þegar líður á þessa viku sem á mánudaginn reis úr sæ líkt og ókleift bjarg. Það er farið að saxast á verkefnalistann. Fyrir fjórum tímum lagði ég 8. gup-gráðunina að baki og gekk bara nokkuð vel. Gataði reyndar á einni spurningu í ‘fræðilega’ hlutanum en þakka bara fyrir að ekki […]
Kandídatar á nýja 10.000 kallinn
Þessi frétt Vísis um væntanlegan 10.000 króna seðil er náttúrulega eitthvað sem hlaut að kvisast út fyrr en síðar. Það segir eiginlega allt sem segja þarf um stöðu íslensku krónunnar að það kosti þrjár krónur að búa til eina krónu – slá myntina það er að segja. Þetta er bráðsmellið auðvitað. En varðandi væntanlegan tíuþúsundkall […]
Að brotna með stæl
Öllum fögrum fyrirheitum var beinlínis sturtað niður þessa löngu fríhelgi sem átti að fara í nám og æfingar fyrir taekwondo-gráðun á miðvikudaginn, undirbúning fyrirlestrar sem ég flyt á ráðstefnu á spítalanum á fimmtudaginn, stíft lyftingaprógramm og frágang á trénu sem ég sagaði niður í garðinum fyrir mánuði. Orsök þessa heljarklúðurs var föstudagur sem heilsaði suðvesturströnd […]