Um leið og sumarið þróast inn í það sem við fyrstu sýn virðist ætla að verða mjög ánægjulegt haust ríða ýmis minnisverð tímamót yfir. Í dag er eitt ár síðan ég lét af störfum hjá Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger eftir samtals tólf og hálfs mánaðar starf sem þó fór ekki fram í einni samfelldri lotu. Ekki […]
Archive | August, 2012
Fjölmiðlun og annað
Undarleg blanda hátíðleika og spennu lagðist yfir þegar við vinnufélagarnir á röravellinum hjá ConocoPhillips hópuðumst saman á kaffistofunni rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun til að hlýða á dómsuppkvaðningu í Breivik-málinu. Kaffistofutölvan réð engan veginn við að sýna okkur útsendinguna af síðu NRK, annaðhvort vegna þess að allt fyrirtækið hefur hrúgast þangað inn á sama […]
Ef ég verð dauður eftir mánuð…
Það verður aldeilis breyttur lífstíll hér á heimilinu ef marka má nýjustu línuna í hollustuvörum sem tekin var í notkun hér en það er aloe vera í nánast öllum birtingarmyndum sínum frá alþjóðasamsteypunni Forever Living Products. Hljómar þetta eins og Herbalife? Jæja, helsti munurinn er samt að maður hefur einhverja hugmynd um aloe vera-jurtina og […]
Hiti, helgin og pólski bjórinn Zubr
Hitastigið í dag fór yfir þau mörk sem ég skilgreini sem óþægileg. Það er ömurlegt að svitna eins og hóra í kirkju í vinnunni og geta ekki einu sinni stólað á netta hafgolu þótt maður sé að vinna við opið gin Norðursjávarins. Samt var þetta engan veginn sami hryllingurinn og grillvikan í maí þegar ég […]
Cider-hlaupið
Enn eitt örvæntingarfullt kapphlaupið í áfengisútsölur átti sér stað núna á föstudaginn. Í þetta sinn var um Coop-verslunina hérna við hliðina á okkur að ræða. Eftir hroðalega æfingu hjá Arild Haugen og félögum í City Gym ákváðum við að brennandi sólskinið kallaði á ískaldan peru-cider, mjöð sem ég hef áður ritað um. (MYND: Sigur! Kippan […]