Þá er orðið ljóst hvar setið verður að drykkju í Portúgal í sumar en við vorum rétt í þessu að ganga frá 11 daga leigu á nýuppgerðri þriggja herbergja íbúð við ströndina í gamla bænum í Albufeira, um 35 kílómetra frá Faro, höfuðborg Algarve-héraðsins á suðurströndinni. Frá rúmgóðum sólpalli á þakinu er glæsilegt útsýni yfir […]
Archive | February, 2013
Sitt sinus hverjum – um helvíti trígónómetríu
Stund milli stríða. Nú er seinni helgin í boreteknologi-hlutanum hálfnuð og aðeins sunnudagslotan eftir sem er tveimur tímum styttri en laugardagarnir. Martröð dagsins var hornafræði, útreikningur meðal annars á því hve mikill þungi hvílir á borkrónu þegar boraður er brunnur frá hafsbotni í 30 gráðu halla og borstrengurinn telur x mörg borrör (e. drill pipe) […]
Er RyanAir vogunarsjóður!?!
Ég er kófsveittur eftir bókunarfargan kvöldsins en hér hef ég setið og þvælt mér í gegnum öll flugmiðakaup sumarfrísins 2013 sem er að nálgast hnattreisu í samanlögðum kílómetrafjölda. Svona lítur pakkinn út í sinni einföldustu: Noregur – Ísland (10 daga dvöl)Ísland – Portúgal (11 daga dvöl)Portúgal – London (2 daga dvöl)London – Stavanger (töluverð dvöl) […]
Mitt fyrsta íþróttaveðmál!!!
Brotið er blað í sögu ferils míns sem spilafíkils en núna í vikunni veðjaði ég í fyrsta sinn á úrslit íþróttakappleiks þegar ég lagði 1.000 norskar krónur á Betsson til höfuðs Gunnari Nelson í bardaganum við Jorge Santiago á eftir. Ekki það að vinningurinn verði hár ef Gunnar fer með sigur af hólmi, sem ég […]
Að veturnóttum
Janúar og febrúar eru að jafnaði köldustu mánuðirnir í Noregi. Það tók mig nánast fyrstu tvö árin hér að venjast því að fólk talar ekki um vetur fyrr en eftir áramót. Það þarf nú að gera þetta eða hitt fyrir veturinn eru menn að segja alveg fram að jólum og finnst þá veturinn ekki vera […]
Að kirkja sig
Ég er seinþreyttur til vandræða þegar kemur að því að láta gott af mér leiða í samfélagi okkar mannfólksins en nýjasta skrautfjöðrin í þann hatt er samningur minn við hjálparstofnun norsku kirkjunnar, Kirkens Nødhjelp eins og hún heitir, um fast 200 króna framlag á mánuði til styrktar bágstöddum í Afríku og víðar. Ég tek fram […]
Er mánudagsfrí þess virði?
Ég átti kærkomið mánudagsfrí í fyrradag sem kom til vegna vinnu um helgina en einhverjar reglur krefjast þess að fólk fái samfellda 36 klukkustunda hvíld minnst einu sinni í viku. Bölvað rugl náttúrulega. Jæja, kærkomið og kærkomið. Þetta nægði fullkomlega til að setja allt úr skorðum hjá mér. Takturinn í kerfinu er mjög fastur. Hann […]
Mamma 75
Móðir mín, dr. Ragnheiður Briem kennslufræðingur, á 75 ára afmæli í dag og hefði vafalítið fagnað þeim tímamótum vel og innilega, svo sem hennar var siður, hefði illvígt krabbamein ekki lagt hana að velli á útmánuðum ársins 2000, þá nýlega 62 ára. Blessuð sé minning hennar og ævarandi heiður að koma af sér því mikla […]