Archive | December, 2009

atvinnuleysi

Bætur, pillur og brennivín

Jæja, klukkan 09:00 í morgun bættist ég formlega í stækkandi hóp atvinnulausra Íslendinga þegar ég lauk störfum hjá 365. Ekki mun ég sakna þess að vakna klukkan fimm á morgnana en margs annars mun ég sakna á þessum ágæta vinnustað, kynntist þarna bunka af prýðisfólki. Fyrirsögnin passar ekki alveg, auðvitað fæ ég engar atvinnuleysisbætur þar […]

Continue Reading
gyllinaed

Leitið og þér munuð finna…gyllinæð

Vikulega berst mér tölvupóstur með PDF-skjali sem inniheldur mjög ítarlega skýrslu um heimsóknir á þessa síðu. Þar má finna hafsjó upplýsinga, allt frá því hvers konar vafra fólk notar og hvað það eyðir að meðaltali löngum tíma á síðunni yfir í frá hvaða löndum heimsóknirnar koma, Sádi-Arabía kom til dæmis ný inn um daginn en […]

Continue Reading
kross

Fallinn félagi

Örfáar línur til að minnast látins starfsbróður, Hrafnkels Kristjánssonar, íþróttafréttamanns Ríkisútvarpsins, sem dó á jóladag eftir hörmulegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi 18. desember. Hrafnkel þekkti ég ekki persónulega en skilst að þar hafi farið góður drengur. Ég bið fjölskyldu Hrafnkels allrar blessunar á erfiðri stundu og sendi vinnufélögum hans í Efstaleitinu enn fremur kærar kveðjur.

Continue Reading
jolakvedja

Jólakveðja

atlisteinn.is óskar lesendum, vinum og velgjörðarmönnum til sjávar og sveita, hérlendis sem erlendis, gleðilegra jóla og farsæls árs 2010 þegar þar að kemur. Stemman og bragurinn hér í Mosfellsbænum eru að verða býsna jólaleg, búið að sjóða jóladagshangikjötið sem nú liggur og kólnar í eigin soði og ætti að verða töluvert ljúft undir tönn annað […]

Continue Reading
justice

Við sólstöður

Það er skynsamleg ákvörðun hjá þjóðþinginu að velja dimmasta dag ársins til að samþykkja frumvarp um manndrápsskatta á þegna sína. Reyndar er þjóðþing mikið öfugmæli þegar rætt er um Alþingi sem mun án efa samþykkja Icesave-frumvarpið með bros á vör þrátt fyrir að 70 prósent kjósenda séu andvígir því. Ítalskur fasistaleiðtogi sagði fyrir 80 árum […]

Continue Reading
loftslag

Órafmagnað loftslag

Það er gæfulegt að splæsa í þennan auma saumaklúbb í Kaupmannahöfn sem 15.000 manns frá 192 ríkjum sitja og karpa um hvað þeir ætli að losa mikið af gróðurhúsalofttegundum. Eftir tveggja vikna rifrildi þar sem hver höndin er uppi á móti annarri er niðurstaðan nákvæmlega engin en ráðstefnan hefur í stað þess vakið heimsathygli fyrir […]

Continue Reading
bombay

Það er orðið heilagt

Þetta var nú viðkvæðið í sveitum landsins fyrr á öldum þegar jólahátíðin gekk í garð með öllu sínu brauki og bramli (sem var nú ekki ýkjamikið þá). Nú er orðið alveg háheilagt hjá mér, ég hnýtti snyrtilegan endahnút á þessa mjög svo gefandi haustönn með því að leggja fram ritgerð um kanadíska boðskiptafræðinginn Marshall McLuhan […]

Continue Reading
esb

Aftur til lífsins

Jæja, þá er þetta blessaða próf í alþjóðastjórnmálum yfirstaðið og lífið hægt og rólega að detta í skorður aftur. Djöfullegri próflestur hef ég ekki gengið í gegnum ansi lengi, eiginlega bara mjög lengi. Fyrir vikið veit ég núna töluvert um Evrópusambandið, stjórn þess, sögu og virkni sem ég hafði ekki hugmynd um áður enda aldrei […]

Continue Reading
prf

HVE FUCKED UP ER ÞAÐ…

…þegar maður er kominn á fætur FYRIR 9 á sunnudagsmorgni til að lesa um eitthvert Evrópusamrunaalþjóðavæðingarschengenþróunaraðstoðarvarnarmálakaldastríðskjaftæði eftir menn sem heita Scholte, Giddens, Katzenstein og Baldur Þórhallsson!?!?!?!? (MYND: Próflestrarsloppurinn, kaffið og fyrri bók Auðuns Arnórssonar um ESB. Fullkominn sunnudagsmorgun.) Þá er eitthvað mikið að. Allt sem er fyrir klukkan 12:00 á hádegi á laugardögum og sunnudögum […]

Continue Reading
sykur

Jólarauðvínið á góðu róli

Nú eru hlutirnir að gerast hér í Mosbruggi ehf. Sykurmæling eftir fyrri gerjun lagnarinnar er akkúrat fullkomin, 00. Þetta þýðir að fyrri fleyting fer fram með viðhöfn á meðan ég hlusta á Reykjavík síðdegis núna á eftir. Fari allt að óskum verður þetta sælgæti klárt rétt fyrir Þorláksmessu og ég neita því ekki að ég […]

Continue Reading