Svefnleysi getur leitt til vænisýki segja breskir vísindamenn eftir ítarlega rannsóknarvinnu og benda um leið á að ein af þekktustu sögupersónum Shakespeares hafi nánast sturlast af svefnleysi.
Archive | February, 2009
Jarðfræðingur finnur bin Laden
Málið er leyst, Osama bin Laden er í felum í litlu þorpi í Norðvestur-Pakistan. Það er þó hvorki CIA, FBI né bandaríska þjóðaröryggisstofnunin sem slær þessu fram.
Ber er hver að baki – brjósklos á Íslandi
Þessi grein birtist upphaflega í mjög styttri útgáfu í Fréttablaðinu 13. desember 2008 en kemur hér fyrir sjónir almennings algjörlega óklippt og -skorin. Auk eigin reynslu höfundarins byggist hún á viðtölum við fagfólk á sviði taugaskurðlækninga, sjúkraþjálfunar og hnykklækninga. Hérna má svo finna ítarlega frásögn af aðgerðardegi frá sjónarhóli sjúklings.
Lifur óskast
Óska eftir lítið notaðri lifur fyrir sumarið. Má þarfnast aðhlynningar en helst ekki vera sem sæbarið blágrýti. Ég á eina svoleiðis fyrir.
Geysir – bistro og bar
‘Bjóddu ástinni á Geysir á Valentínusardaginn…’ segir í auglýsingu frá téðum veitingastað sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, sem einmitt var Valentínusardagur. Fyrir nú utan það að innflutningur þessarar amerísku peningaplokkshátíðar er ekki eitthvað sem hérlend öldurhús ættu að stæra sig af er botninum náð, og verðskuldar sæti í klósetti vikunnar með æðsta láði, þegar […]
Kurteisi á brennivínsumbúðum
Breska heilbrigðisráðuneytið telur að varnaðarorð á áfengisumbúðum mættu vera kurteislegri og hyggst gera bragarbót þar á.
Bic-raksápa – er það eitthvað út á skyr???
Nú vill svo til að ég stunda mjög þá iðju að raka á mér hausinn – helst þannig að þar sé ekki annað gróðurs en augnhár og -brúnir. Kiljan segir af því í Sjálfstæðu fólki þegar Bjartur í Sumarhúsum rakaði af sér sumarskeggið en þetta var árviss viðburður hjá honum og athöfn sem hann fyrirleit […]
Ég drekk lirfu í Frankfurt
Þetta myndband síðan í september 2007 er nánast óborganlegt. Þarna tekur Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands, myndskeið af því þegar ég sporðrenni mexíkóskri lirfu, baðaðri í eðaldrykknum tequila. Það er greinilegt að þarna stóð góðærið sem hæst, maður leyfir sér ekki núorðið að drekka sjaldgæf skordýr á erlendum flugvöllum. En minningin er góð. Ef glöggt […]
Vinstrimenn eru plága
Pólitísk yfirlýsing? Nei, reyndar ekki. Þessi skoðun mín snertir hvorki vinstri græn né öðlingana í Samfylkingunni. Klósett vikunnar að þessu sinni fellur í skaut hinum þreytandi meðbræðrum okkar og -systrum í umferðinni sem hanga á vinstri akreininni langt undir eðlilegum umferðarhraða. Þetta er gjörsamlega galið fyrirbæri! Ég get nefnt endalaus dæmi um slík atvik í […]
Úr að ofan?
Svissneski armbandsúraframleiðandinn Parmigiani kvíðir því ekki að hinir efnameiri hætti að kaupa sér úr þótt aðrir framleiðendur í sama bransa finni fyrir samdrætti.