Fátt hefur verið meira áberandi í fjölmiðlum í dag og í gær en uppfærsla vélhjólaklúbbsins Fáfnis MC í svokallaðan Hells Angels Prospect-klúbb. Mikið er býsnast yfir þessu og virðist sem embættismenn og fleiri séu almennt þeirrar skoðunar að við það að taka upp þetta nýja heiti umbreytist félagar Fáfnis í mannýga djöfla og forynjur. Ég […]
Archive | August, 2009
Á dauða mínum átti ég von
Viðtal mitt við Deutsche Welle hefur heldur betur farið víða um heimspressuna. Síst átti ég von á að viðtal við mig yrði birt einhvers staðar á kínversku en sú er nú orðin raunin eins og sjá má hér. (MYND: Ísland er land þitt…eða var.) Hérna gefur svo að líta enska útgáfu viðtalsins á síðu Deutsche […]
Nágrannar dauðans og tölvuleikir
Frétt Ríkisútvarpsins um nýtilkomna nágrannavörslu í sveitarfélaginu Garði á Suðurnesjum í sjónvarpsfréttum klukkan 22 í kvöld vakti athygli mína. Hvort tveggja kom það til vegna þess að ég fagna þessu framtaki, nú þegar innbrotsþjófar fara með oddi og egg um samfélagið, en eins þótti mér merkilegt að almannatengslafrömuðir Garðsins kunna ekki að beygja óákveðna fornafnið […]
Geitungabú brennt að nóttu
Í Hænsa-Þóris sögu segir af því er Hænsa-Þórir brenndi inni Þorkel Blundketilsson og var stefnt á Alþingi fyrir ódæðið. Ég skil nú að hluta til hvernig Þóri leið þar sem ég brenndi inni allt að tvö þúsund einstaklinga í nótt. Þeir voru þó allir gul- og svartröndóttir með eiturbrodd enda geitungar allir með tölu. Þetta […]
Dimmuborgir og önnur undur
Ég lofaði kannski aðeins upp í mínar stuttu ermar þegar ég hét sögum af Mývatni og Ásbyrgi. Þetta var allt ósköp fagurt og yfirþyrmandi en í sjálfu sér ekki frá miklu að segja. Við tjölduðum innan um eitthvert Ítalahyski við Mývatn og fórum þaðan í göngu um Dimmuborgir, að því er mig minnir í fyrsta […]
Sorgleg þjónusta hjá Kidda Rót í Hveragerði
Langt er um liðið síðan klósett vikunnar hefur verið valið en síðdegis mánudaginn 17. ágúst spratt upp svo áberandi klósett að fádæmi þykja. Við lok hringferðar um landið ákváðum við að stoppa eftir 400 kílómetra akstur og þiggja kaffibolla hjá Kidda Rót í Hveragerði. Skemmst er frá því að segja að sú heimsókn varð fremur […]
Fiskur, gin og tónik
Við kvöddum Flatey nánast með tárin í augunum og sigldum áfram með Baldri til Brjánslækjar þar sem hin stálgráa sænska bifreið okkar beið. Þaðan ókum við eina verstu vegi landsins næstu þrjá tímana og er fullkomlega ljóst að ég mun þurfa að ræða við Kristján Möller samgönguráðherra um suðurfirði Vestfjarða. Hefði það ekki verið fyrir […]
Sögur af þjóðvegi 1
Þetta skrifar lúinn en sæll maður sem síðustu 10 daga hefur ekið 2.155 kílómetra umhverfis land sitt (vegalengdin er með útúrdúrum). Ferðasagan mun birtast hér í nokkrum köflum enda frá mörgu að segja og sannarlega voru það engin vonbrigði að ferðast innanlands í stað þess að djamma og djúsa á erlendum ströndum sólbrenndur með Quick […]
Átöppun (The tapping on a bottle)
Þarna er sem sagt um að ræða stutt námskeið, Átöppun-101, þar sem sýnt er hvernig tappað er á hvítvínsflösku með áhaldi sem leigja má hjá Ámunni á 500 krónur sólarhringinn. Þetta er einfaldara en maður hélt og svínvirkar. Endilega fylgist með og lærið. Um mína eigin framleiðslu er að ræða, 13% mjög bragðgott hvítvín sem […]
Sumarfrí – lífið sjálft kviknar
Í dag, þriðjudaginn 4. ágúst, er formlega fyrsti dagur sumarfrís ársins 2009 hjá okkur. Það væri rætin lygi ef ég héldi því fram að þessa hefði ekki verið beðið með eftirvæntingu í allt sumar. Margir spyrja mig hvað ég sé að þvælast í sumarfrí svona seint en það er einmitt þungamiðjan í þeirri nautn sem […]