Við erum búin að skrá okkur í verkalýðsfélagið Fagforbundet sem hefur innan sinna vébanda aragrúa starfsgreina og tilheyrir regnhlífarsamtökunum Landsorganisasjonen sem er eins konar ASÍ á sterum. Hér dettur maður ekki sjálfkrafa inn í stéttarfélag þegar maður byrjar að vinna einhvers staðar heldur velur maður það sjálfur og semur svo við félagið um hvers konar […]
Archive | June, 2010
Almenn grillun hefst
Hitaþol mitt er frekar takmarkað. Þegar við fórum í fríið til Búlgaríu 2007 fann ég hamingjuna með loftkælinguna í herberginu í botni og stillta á frost. Undir henni sat ég sæll með gin & tónik og kældi mig niður til að geta þolað stutta áfanga í mollunni úti á svölum. Sumir myndu spyrja hvers vegna […]
Sagan endurtekur sig aldrei
Ég rakst á þennan skemmtilega Mogga frá 1915 í einkasafninu og gat ekki annað en smellt af mynd af þessari forsíðuauglýsingu Landsbankans. Borgunarskilmálar mjög aðgengilegir…reyndar bara ef kaup eru gerð fyrir 1. mars. Ljóst er að lán með þungum skilyrðum eru síður en svo nýtt fyrirbæri. Eru þetta ef til vill fyrstu myntkörfulánin sem þarna […]
Norskt kreatín – eitt sinn verður allt fyrst
Ég hef hafið neyslu míns fyrsta norska kreatíns sem framleitt er af Proteinfabrikken, norskum framleiðanda fæðubótarefna. Fyrsti kúrinn á þessu nýja efni hófst í gær og hefur það þegar staðist niðurgangsprófið sem ég hef margoft fjallað um í skrifum um kreatín og lýsir sér í því, að sé kreatínið ekki þannig af beljunni komið að […]
Hæ jó jibbí jibbí jibbí jei…
…það er kominn 17. júní. Einhvern veginn þannig hljómar gömul íslensk barnagæla og það verður engu logið um það að laugardagskvöldið 19. júní var haldin allt að því satanísk þjóðhátíðarveisla í Ålgård sem er Íslendinganýlendan hér á Stafangurssvæðinu. Það var engin önnur en hún Jóna Líf, sem er mér og fleirum að góðu einu kunn […]
Þjóðarsorg og önnur leiðindi
Ég votta Frjálsa fjárfestingarbankanum og fleiri glæpafyrirtækjum innilegustu samúð með ólögmæti myntkörfulána þeirra. Það hlýtur að vera mikið áfall þegar lánveitandi verður fyrir því að lán sem (í mínu tilfelli) hækkaði um 77.000 krónur á dag í 16 mánuði samfleytt er dæmt ólöglegt af einhverjum Hæstarétti. Aldrei má maður ekki neitt, eins og einhver söng […]
Sautjándi hvað…???
‘Nú eru sólarlitlir dagar, piltar,’ sagði Axlar-Björn þegar hann var handtekinn fyrir morðferil sinn árið 1596. Skein sól þó í heiði þann dag. Hérna hefur líka verið glampandi sólskin en nú dregur þann skugga fyrir sólu að sjálfur þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er ekkert annað en ofurvenjulegur vinnudagur hjá okkur. Sem sagt á fætur klukkan […]
Aðþrengdir mávar og jákvæða sagan mín af Orkuveitu Reykjavíkur
Háskólasjúkrahúsið í Stafangri er byggt umhverfis gróður- og skjólsælan garð þar sem starfsfólkið nýtur jafnan sólar og matarbita í vinnuhléum. Garðurinn er alveg lokaður af og afmarkast af gamla spítalanum og síðari tíma viðbyggingu svo úr verða nokkuð sérkennilegar andstæður. Þarna er fínt að sitja í sólbaðinu og finnst fleirum en mannfólkinu þar sem hópur […]
Okkar tólf stig fara til…Hádegismóa!
Morgunblaðið fjallaði um MA-ritgerðina mína á þriðjudaginn í síðustu viku, pabbi gamli var nógu árvökull til að kveikja á þessu og sendi mér greinina út en hún birtist ekki á mbl.is þar sem um fréttaskýringu var að ræða. Það er aðstoðarritstjórinn Karl Blöndal sem skrifar og ferst það vel úr hendi eins og annað. Ég […]
Lifrarpylsa í útskriftargjöf
Klukkan 11 í morgun að íslenskum tíma útskrifaði Kristín Ingólfsdóttir rektor mig með MA-próf í blaða- og fréttamennsku. Ég var steinsofandi og þar að auki ekki á landinu. Þar með hefur Háskóli Íslands ungað mér út þrisvar sinnum, árin 2000, 2002 og 2010. Allt er þegar þrennt er vona ég. Ég hef aðeins verið við […]