‘Hvað boðar nýárs blessuð sól?’ spurði séra Matthías Jochumsson í kveðskap sínum. Hann hefur greinilega ekki verið staddur í Stavanger þegar innblásturinn sveif honum í brjóst því jól og áramót hér tengjast sólinni ekki nema að takmörkuðu leyti. Hér rignir sem í sturtu sé staðið upp á dag en það er rík veðurhefð í Stavanger […]
Archive | December, 2011
Góðir Íslendingar (og nokkrir Norðmenn)
atlisteinn.is óskar landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleðilegrar jólahátíðar og farsæls 2012 sem undirritaður hefur grun um að verði eitt besta árið í sögu hans fram að þessu, allt stefnir í þá átt. Árið sem er að líða var ár mikilla tímamóta og færði okkur báðum mikla uppsveiflu í atvinnumálum, heitustu páska í 70 […]
Þetta var svakalegt
Vikunni, er hófst sem óyfirstíganleg seigfljótandi martröð klukkan 06:30 á mánudagsmorgun, lauk á föstudaginn eftir sæmilega yfirvinnutörn og punkti yfir i-ið með einum rétt rúmlega þreföldum í stóru glasi. Ekki veitti af! Síðan á mánudaginn hef ég setið á námskeiðum í 28,5 klukkustundir, tekið tvö próf og unnið tvo vinnudaga, fimmtudag og föstudag. (MYND: We […]
Gunnar Smári Noregs er fundinn
Það er alveg á beinu að menn verða ekkert öllu líkari Gunnari Smára Egilssyni SÁÁ-formanni en Per A. Thorbjørnsen, borgarfulltrúi Venstre í borgarstjórninni okkar hér í Stavanger. Það er eins og að í hverju landi sé minnst ein manneskja með afgerandi útlitseinkenni af hverju tagi fyrir sig. Hér sé ég til dæmis annað slagið pólskan […]
Grátbroslegt
Þegar ég sá fyrirsögnina í þriðja sæti á mest lesið-lista dv.is, Gils eldar fyrir sjálfboðaliða, verð ég að játa að mér datt fyrst í hug að undir henni væri að finna frétt um einhvern nýjan vinkil á þessu sorglega máli Egils ‘Gillzenegger’ Einarssonar og blaðamanni hefði orðið hált á að stafsetja viðurnefnið, stafsetningarvillur rata inn […]
Englar alheimsins
Fréttir af lögsókn Hells Angels á Íslandi á hendur Ögmundi Jónassyni, Haraldi Johannessen og íslenska ríkinu fara víðar en um íslenska miðla og í dag birtir vefútgáfa Stavanger Aftenblad þessa stuttu frétt um málið. Sennilega er það engin tilviljun þar sem Stavanger-armur englanna hefur verið mikið í fréttum næstliðna daga, einkum hjá Rogalands Avis hverjum […]
Pinnekjøtt – ofmetnasta eftirvænting mín
Jæja, þá erum við loksins búin að prófa pinnekjøtt, næstvinsælasta jólamat Noregs á eftir rifjasteik og það sem mætti í raun kalla hið norska hangikjöt. Leiðin er þó ansi löng yfir í það hangikjöt sem nánast hvert mannsbarn á Íslandi gleypir í sig á jóladag. Pinnekjøtt bragðast í raun nákvæmlega eins og hið rammíslenska saltkjöt […]