Ég er vitlaus í pólitík, alveg óttalega vitlaus. Ég kýs til dæmis yfirleitt ekki ef það rignir, þá nenni ég hreinlega ekki á kjörstað. En þetta bensínlækkunarfrumvarp sjálfstæðismanna hlýtur að vera gegnsæjasta atkvæðanet mannkynssögunnar og bið ég bara stjórnmálafræðinga landsins að leiðrétta mig ef þetta er ekki kórrétt kenning hjá mér: Sjálfstæðisflokkurinn lagði í dag […]
Archive | March, 2011
Enn eitt árið
Eric Clapton er 66 ára í dag, Tracy Chapman 47 ára, Vincent van Gogh hefði orðið 158 ára hefði hann lifað með sitt eina eyra og ég er 37 ára og þar með yngsta afmælisbarnið af þessum fjórum listamönnum. Þar með eru slétt þrjú ár í næsta afmælisdag sem ég mun halda upp á af […]
Nígeríubréf frá Spáni
Ef það eru einhver augnablik sem gefa lífi mínu gildi er það þegar Nígeríusvindlarar senda mér tölvupóst. Ég nota hugtakið Nígeríusvindl hér yfir fyndnar tilraunir til fjársvika í tölvupósti hvort sem upprunalandið er Nígería eður ei – it’s the thought that counts, eins og Kanarnir segja. Bréfið sem ég fékk í dag var einfaldara en […]
Bótox-konan í Kópavogi líflegasta fréttaefnið
Alls konar leiðinlegt og hálfömurlegt efni er að finna og sjá í fréttamiðlum heimsins þessa dagana en engar fréttir finnst mér þó leiðinlegri en þær sem streyma frá Íslandi. Upplausn hjá vinstri-grænum, fiskveiðistjórnunarkerfi, óþrjótandi umræða um álver hingað og þangað og enn þá fleiri leiðinleg og óspennandi mál úr löngum endaþarmi þessa blessaða bankahruns. Ofan […]
Málefni útlendinga og Þórir Jökull
Gríðarlegt átak í málefnum útlendinga sem búa og starfa ólöglega í Noregi stendur nú yfir hjá norskum yfirvöldum en málið er hið vandræðalegasta þar sem skatturinn gaf fyrir mistök út skattkort til mörg þúsund manns ár eftir ár (hér fær maður nýtt skattkort í janúar ár hvert) þrátt fyrir að dvalar- og/eða atvinnuleyfi væru ekki […]
Fyrsti sopinn – myndskeið
Laugardagurinn var einstakur. Reyndar klikkaði sólin sem ég var margbúinn að panta en maður getur ekki fengið allt. Þó var þægilegasta veður og vorið sigldi í lofti hraðan byr svo vitnað sé í kveðskap Jóns Helgasonar skálds og prófessors. Það er fullkominn óþarfi að vera með einhverjar málalengingar, fyrsti sopinn af tónikblönduðu Bombay-gini var sem […]
Ég kemst í hátíðarskap…
…þótt úti séu snjór og krap. Hljómar textinn ekki einhvern veginn þannig? Mitt hátíðarskap er til komið vegna yfirvofandi drykkju á morgun, laugardaginn 12. mars. Eftir tíu vikna brakandi þurrk lýkur bindindi ársins loksins með ísköldu gini í tónik klukkan 17:00. Þessi merkisatburður mun eiga sér stað á barnum á 22. hæð Rica Forum-hótelsins sem […]
Vorhret, bensínverð og f-orð Ögmundar
Miklar sögur fara af stórviðrum á Íslandi sé ég á vefsíðum helstu fjölmiðla. Þrumur, eldingar og snjór. Faðir minn aldraður veðjaði greinilega á réttan hest þegar þau frúin keyptu sér ferð til Tenerife á dögunum. Brottför þangað var einmitt í morgun. Heppilegt að sitja á strandbar í Suður-Evrópu og sötra kokteila á meðan íslenskt vorhret […]
Hvað gera uglur?
Fyrsta uglan gól í suðaustri í morgun eins og ungur drykkjumaður sem getur ekki sofið. Einhverjir þekkja kannski þarna næfurþunna vísun í Vefara Kiljans nema hvað þar var um spóa að ræða. Eftir stendur að við heyrðum uglu kveða hressilega við raust í garði nágrannans þegar við gengum til vinnu í kyrrðinni í morgun. Þetta […]
Heilagt stríð vegna smurbrauðs
Ég var með minn annan starfsmannafund í morgun. Ákvað að gera vel við liðið á föstudegi enda margir búnir að vera ósérhlífnir við að bjarga andliti deildarinnar með því að hlaupa í skarðið fyrir vinnufélagana í þeirri veikindafjarvistaholskeflu sem janúar og febrúar voru. Ég pantaði því stóran bakka af rúnstykkjum hjá mötuneytinu og hlammaði þessu […]