• photo05-5
  • photo04-4
  • photo03-3
  • photo02-2
  • photo01-1
  • photo06-6

Arendal bannar betl – og er mótmælt

Arendal heitir sveitarfélag nokkurt í fylkinu Aust-Agder sem er hér ekki svo langt frá. Þar hafa kjörnir stjórnendur bæjarins nú riðið á vaðið og bannað betl á götum úti, er Arendal fyrst norskra sveitarfélaga til að innleiða slíkt bann og tók það gildi í gær. (MYND: Arendals Tidende) Þá ber svo við að hópur mótmælenda birtist með gný miklum […]

Continue Reading

XV. Gamlir hundar

Helsta tilhlökkunarefni allra októbermánaða er lokið, árlegu móti okkar Garðbæinga fyrsta vetrardag. Þar sem þetta var fimmtánda samkoman síðan verkefninu var hleypt af stokkunum á Sunnuflötinni árið 2000 þótti annað ótækt en að hafa daginn sérstaklega veglegan. Þegar í vor sá undirritaður fyrir sér stífa hátíðardagskrá allan daginn en hægt og rólega kom í ljós […]

Continue Reading

Besti október sumra…ekki allra

Þriðjudaginn 2. október 1984 ritaði tíu ára pjakkur eftirfarandi í dagbók sína: Ég fór ekki í skólann í morgun vegna þess að það er verkfall. Æska landsins upp til hópa tók þessu óvænta fríi ágætlega svo sem von var, einn mánuður liðinn af kennslu haustsins og stórfínt að komast bara til baka í sumarfrí og […]

Continue Reading

Af-arkostir

Ambögur og ýmis málfarslegur niðurgangur sem skyndilega hefur skotið upp kollinum og ágerst hratt er allt að því rannsóknarefni fyrir málvísindafólk. Eitt af nokkrum dæmum er hinn tiltölulega nýi ruglingur á smáorðunum að og af þegar þau gegna hlutverki forsetninga, en þó nánast eingöngu þegar um ritmál er að ræða. Tiltölulega réttskrifandi fólk leitar af bíllyklunum sínum, kvartar […]

Continue Reading

Stefán Hallgrímsson – in memoriam

Sólríkan mánudagsmorgun um miðjan maí 1992 stóð renglulegt síðhært unglingskvikindi við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ og beið eftir að vera sótt. Þetta var ég að hefja það fyrsta af því sem að lokum urðu fjögur sumur í byggingarvinnu hjá Ístak hf. Von bráðar renndi lúin Lada, með nafni fyrirtækisins áletruðu, upp að mér og staðnæmdist. Undir […]

Continue Reading

Sumarfrí 2014

Ég get ekki skorast undan mínum árlega sumarfríspistli þótt hann hafi fram að þessu aldrei beinlínis fjallað um neitt af viti. Næst þegar ég skrifa eitthvað hér verð ég sennilega annaðhvort í meðferð eða búinn að plögga mér við detox-vélina hennar Söndru Lárusdóttur Garðabæjarvinkonu, slíkur verður ólifnaður næstu vikna. Þó er brotið blað í sögu […]

Continue Reading

Hér hefði átt að vera ferðasaga…

…en ekkert varð því miður úr göngunni á fjallið Kjerag fyrir sumarfrí. Fyrst vorum við ekki nógu sátt með veður og helgina eftir það vorum við á vakt. Enn á ný rennur þessi sérstaki, og að sumu leyti heillandi, tími upp þegar norskt samfélag leggst í dvala í því sem hér er kallað fellesferien og mætti ef til […]

Continue Reading

Stólförin II – hefndin

Varla er hægt annað en að setja hérna stutta ferðasögu þessarar skemmtilegu hvítasunnuhelgar, þó ekki sé nema til að fylgja eftir ferðasögunni frá 2010 þar sem ég hef einmitt skrifað að nú sé ég tilneyddur að endurtaka förina, þó ekki sé nema til að ná viðurkenndum myndum af dýrðinni. (MYND: Að komast frá A til […]

Continue Reading

Reykingar, drykkja og 26. maí

Fyrirtækiseigandi nokkur hérna uppi í Ålgård gaf það út í síðustu viku að hann hygðist gefa reyklausum starfsmönnum sínum eina viku aukalega í sumarfrí, hafði reiknað það út að reykingafólk (á hans vinnustað að minnsta kosti) notaði samtals þrjár vikur á ári af vinnutímanum í reykingapásur og taldi óhætt að verðlauna þá sem ekki reyktu […]

Continue Reading

Langt fram á horfinni öld

Hún var kannski stutt, sólarhringsheimsóknin mín til Íslands um helgina, en engu að síður fullkomlega þess virði að leggja á sig miðað við tilefnið. Eins og varla hefur farið fram hjá þeim sem tengjast mér á Facebook hittist árgangurinn minn úr Garðaskóla á laugardaginn og minntist þess að í vor eru 25 ár liðin síðan […]

Continue Reading