Archive | October, 2013

regin

Regin Freyr Mogensen – in memoriam

Eðlilega bar meira á sumum einstaklingum en öðrum á göngum Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Lyngás á öndverðum lokatug liðinnar aldar. Líklegast eru það engar ýkjur að mörgum FG-ingum þessa tíma líði seint úr minni tröllslega vaxin mannvera, svipmild og bjarteyg, og prýdd svo veglegu faxi eldrauðu að nær mátti drepa því undir belti að hætti […]

Continue Reading
hundar 19. oktber

XIV. Gamlir hundar…með viðkomu í Malmö

Nýafstaðinnar helgar var heldur betur beðið með eftirvæntingu í sumum garðbæskum hjörtum en á laugardaginn fór samkoman XIV. Gamlir hundar fram með mikilli viðhöfn. Hérna er ekki um nýjustu skrautfjöðrina í samkvæmislífi Hundaræktarfélags Íslands að ræða heldur árlegt mót okkar gömlu vinanna úr Garðabænum sem gengum saman gegnum þykkt og þunnt á ofanverðri 20. öldinni, […]

Continue Reading
gorillavi

Mjök erum tregt tungu at hræra

Eftir ágætt atvinnuviðtal hjá Rowan Drilling í gær barst mér atvinnutilboð símleiðis klukkan 14:43 í dag. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir vilji gjarnan ráða mig sem lagerstjóra (n. material mann) á eitt af flaggskipum borpallaflota síns, Rowan Gorilla VI, sem um þessar mundir er staddur í slipp í Rotterdam í heilmiklu […]

Continue Reading
tryggvi sktur

Tryggvi Gunnlaugsson – in memoriam

Ég rak ekki augun í það fyrr en í dag að ein skærasta perlan í hópi íslenskra útigangsmanna, Tryggvi Gunnlaugsson, hefði yfirgefið þennan heim 27. september. Sem dyggur þátttakandi í íslensku næturlífi árin 1988 – 2010, hvort tveggja sem dyravörður og óbreytt sukkvél, komst ég auðvitað ekki hjá því að kynnast Tryggva og eiga við […]

Continue Reading
okt13

Haustið – tími breytinga

Það er erfitt að kvarta yfir veðrinu hérna á Stavanger-svæðinu þessa dagana. Skafheiður himinn og logn dag eftir dag, spegilsléttur flötur á Gandsfirðinum og ægifagrir haustlitir bera þessari skemmtilegu og oft sveiflukenndu árstíð fagurt vitni. Vissulega er orðið kaldara þegar út er farið að morgni en hitastigið yfir miðjan daginn er töluvert yfir meðaltali árstímans […]

Continue Reading
kben13

Danskir dagar

Það er stórkostlega metnaðarfullt verkefni að lýsa Bjarmalandsför okkar til Kaupmannahafnar um síðustu helgi af einhverju viti. Eins og Hunter S. Thompson skrifaði í Fear and Loathing in Las Vegas, “…but no explanation, no mix of words or music or memories can touch that sense of knowing that you were there and alive in that […]

Continue Reading