Archive | February, 2010

egill helga

Silfursleginn kjánahrollur

Egill Helgason er vel að þeim Edduverðlaunum kominn, sem honum féllu í skaut á hátíðinni í gær, hvort tveggja Kiljan og Silfrið eru þættir sem maður vill helst ekki missa af. Þær eru ekki margar eftir, rósirnar í hnappagötum Ríkissjónvarpsins sem þessa dagana heldur þjóðinni í leiftrandi heljargreipum spennu yfir endalausum útsendingum frá vetrarólympíuleikunum í […]

Continue Reading
louvre

Forvitnileg heimsókn frá Frakklandi

Ég fékk heimsókn frá franska ríkisútvarpinu í gær. Renaud Candelier, útvarpsfréttamaður þaðan, tók hús á mér skömmu eftir að ég hafði ritað hér ítarlegan pistil um að ég væri veðurtepptur heima hjá mér. Candelier, sem er einfættur og gengur við staurfót, lét sér þó ekkert fyrir brjósti brenna og braust hingað í Mosfellsbæinn eins og […]

Continue Reading
klosett

Klósettferðir Milestone-manna og fleiri ævintýri fyrir börn

Kastljós á hvern stórleikinn á fætur öðrum þessa dagana, einkum í kvöld og í gærkvöldi. Gögn frá yfirheyrslum yfir þeim Milestone-bræðrum komu svo sem ekkert óvart eftir ítarlega umfjöllun DV um þá síðustu vikur. Þetta eru einfaldlega siðblindir vitfirringar fyrir allan peninginn, gjörið svo vel og farið í meiðyrðamál við mig að vild. (MYND: Mánudagsmorgunn […]

Continue Reading
domarahamar

Guðmundar- og Geirfinnsmál í nýju ljósi

Bók Þorsteins Antonssonar frá 1991, Áminntur um sannsögli, sem fjallar ítarlega um móður íslenskra sakamála, hið dularfulla hvarf Guðmundar og Geirfinns Einarssona árið 1974, er býsna fróðleg lesning. Þorsteinn byggir bókina á viðtölum við Sævar Ciesielski auk málskjala, fjölmiðlaumfjöllunar og upplýsinga úr hinum og þessum áttum. Hann dregur enga fjöður yfir hvílíkt klúður málareksturinn var […]

Continue Reading
sprenging

Þeir eru fáir sem orða hlutina skýrar en ég…

…en Agli Helgasyni tekst það svo sannarlega í þessum stutta en hnitmiðaða pistli sem hittir alveg gjörsamlega í miðjuna: Skilanefndarmenn eru hin nýja yfirstétt á Íslandi. Ríkisstjórnin horfir aðgerðarlaus á spilinguna sem dafnar í kringum hrundu bankana og þykist ekki geta gert neitt. Ráðamenn segjast vera agndofa og hneykslaðir, en hafa í raun gefið endurreisn […]

Continue Reading
dollarar

Eyjarhaftið

Á morgun hefst formleg húsnæðisleit í Sandnes, eins konar Kópavogi sem gengur út úr Stavanger og hýsir rúmlega 60.000 manns. Auglýsing eftir leiguíbúð birtist á morgun og næstu fjóra daga í Stavanger aftenbladet. Ég skrifaði heljarinnar lýsingu, hámarkslengd smáauglýsinga í blaðinu sem er ellefu línur. Snúnast var að útskýra að íbúðin yrði að hafa minnst […]

Continue Reading
gamaskip

Loðin svör um landflótta

Forsætisráðherra átti fá svör við fyrirspurn stjórnarandstöðunnar um hvernig ríkisstjórnin hyggist snúa þeirri þróun við að fólk streymi frá landinu, tæplega 11.000 manns í fyrra (segir RÚV, Stöð 2 nefnir 9.000 Pólverja og rúmlega 4.000 Íslendinga) og hver verður talan þegar upp verður staðið eftir árið 2010? Ég veðja á að hún verði töluvert hærri. […]

Continue Reading
notorious

Notorious B.I.G. hvað???

Ísland er komið rækilega á kortið yfir blóðugt stríð milli rappara eftir harðan bardaga þeirra Móra og Erps í húsnæði 365. Þarna mættust stálin stinn, annar með hníf, rafbyssu, hund og konu en hinn með skúringamoppu. Að sögn frétta Stöðvar 2 snerist deilan um hvor hefði byrjað að rappa fyrst, varla er flókið að finna […]

Continue Reading