Myndin hérna hægra megin er sennilega ein sú alræmdasta úr stjórnmálasögu Noregs. Hún sýnir Erling Norvik Høyre-leiðtoga í vel stemmdri sigurvímu daginn eftir nauman kosningasigur í stórþingskosningunum 12. september 1977. Þessi mynd, sem birtist á forsíðu Aftenposten, varð síðar fleyg fyrir þá kaldhæðni er örlögin skópu henni en seinna þennan örlagaríka dag fannst eitt umslag […]
Archive | May, 2013
Afsakið hlé
Það verður einhver ládeyða hérna á heimsfréttastofunni fram í miðja næstu viku, við fljúgum til Íslands klukkan 06:00 að staðartíma í fyrramálið til að vera við útför tengdaföður míns á Akureyri á mánudag. Reynt að sinna hefðbundnum fjölskylduheimsóknum eftir megni en verður knappt þar sem við komum hingað aftur með morgunvélinni á þriðjudag. (MYND: Það […]
Æska mín – in memoriam
Ég er 20 ára stúdent í dag. Auk mín heilsar þessum degi hópur rúmlega 50 einstaklinga sem hinn sólríka laugardag 22. maí 1993 hlýddu á söng, ræðuhöld, grát og gnístran tanna í Kirkjuhvoli (nú Vídalínskirkju) í Garðabæ áður en Þorsteinn Þorsteinsson, þess tíma skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, bað okkur vinsamlegast að setja upp húfurnar, koma […]
Gratulerer med dagen
Í dag er þjóðhátíðardagur Noregs, 17. maí, og ég óska gestgjöfum mínum innilega til hamingju með daginn. Hér er 19 stiga hiti og skýjað, fólk fjölmennir í miðbæinn klætt í bunad eins og hefð er fyrir og þambar brennivín eins og enginn væri morgundagurinn. (MYND: Ha, nýja húðflúrið á hægri framhandlegg horfið??? Nei, myndin er […]
Þrjú ár frá strandhöggi
Þetta er tímamótadagur, 11. maí. Í dag eru liðin þrjú ár síðan við lentum hér á flugvellinum í Stavanger (sem þó er í Sola) með rækilega yfirvigt af farangri, 40 feta gám af búslóð á leið yfir hafið og vonir og þrár um gæfuríka framtíð í nýju landi. (MYND: Í miðbæ Stavanger 11. maí 2010. […]
Frá prófborðinu
Fyrsta prófi af fjórum er lokið, BRT-2001, Leting, boring og komplettering. Vissulega ýtti prófið undir leti að því loknu og var svo sem boring líka þannig að titillinn á vel við. Þessi ósköp stóðu frá klukkan níu í morgun til stundvíslega klukkan eitt eftir hádegi. Svo langt skriflegt próf hef ég ekki þreytt síðan 15. […]
Rúmenabréfið
Stefán Pálsson skrifar hörkuskemmtilega en um leið sorglega frásögn á ágæta bloggsíðu sína um rúmenska fjölskyldu á hrakhólum á Íslandi og reyndar meira en það, á algjörum villigötum líka því fólkið virðist hafa verið með það á beinu að á Íslandi væri enn 2007 og vantaði ógrynni fólks í vinnu. Kannski frétti það bara af […]