Archive | December, 2014

Hátíðarkveðja

Atlisteinn.is óskar Íslendingum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með kærri þökk fyrir árið sem senn er á enda og öll hin sem löngu eru á enda. „Lengra komumst við nú ekki að þessu sinni…“ eins og sagði í hinni rómuðu plankastrekkjaraauglýsingu BYKO sem mín kynslóð minnist líklega til æviloka við […]

Continue Reading

Margt sýsla menn

Sýslumenn Íslands eru merkilegar stofnanir og einstaklingar sem byggja á fornum stjórnsýslugrunni landsins. Nú vilja þeir allir fara að sameinast hver öðrum sem væntanlega sparar peninga og vesen og jafnvel tíma. Svona lagað getur þó komið upp á óheppilegum tíma líkt og margt annað. (MYND: Aprílgabb þessa árs um norska vegabréfið sem einhverjir kolféllu fyrir […]

Continue Reading

Kjalsvín í uppsiglingu

Nýliðin helgi var býsna fróðleg en hana notaði ég til að sækja námskeið og afla mér formlegra réttinda til að stjórna allt að 15 metra löngu sjófari án tillits til vélarafls og stærðar að öðru leyti. Rétt, líklega hefði ég seint tekið upp á þessu brölti algjörlega af eigin hvötum en vinnuveitandinn splæsti og við […]

Continue Reading

Brynjar Þór Sigmundsson – in memoriam

„Ég er ekkert að rugga helvítis bátnum, hann er löngu sokkinn!“ eru ummæli sem ávallt koma fyrst upp í hugann þegar ég lít yfir þann tíma sem ég þekkti Brynjar Þór Sigmundsson en í gær bárust mér þau sorgartíðindi yfir hafið frá fjölskyldu Brynjars að hann hefði kvatt þennan heim og okkur sem eftir stöndum. Ívitnuðum […]

Continue Reading