Archive | May, 2009

andri lafsson

Andri Ólafsson fréttamaður er maður ársins á atlisteinn.is

Vissulega er gert ráð fyrir því að atlisteinn.is velji mann ársins® nálægt áramótum, þegar viðkomandi ár liggur þokkalega fyrir. Reglur vefsetursins mæla þó fyrir um að framkvæmi einhver einstaklingur, lífs eða liðinn, svo mikilfenglegan verknað eða afrek að hafi víðtæk áhrif á líf, hamingju og/eða afkomu milljóna, ellegar að orð, gjörðir, lífsskoðun eða athafnir viðkomandi […]

Continue Reading

Hvar er klósettið? (donde este el Banjo?)

Mér finnst það orðið frekar ósanngjarnt gagnvart Vodafone að láta þá tróna hér á toppi klósetts vikunnar hverja vikuna á fætur annarri. Ég set því þessa klausu efst þar til næsta klósett finnst. Vodafone bæði leiðrétti misgjörðir sínar og eigandinn, Teymi, varð gjaldþrota. Fáar klósett-tilnefningar upp á síðkastið skrifast hins vegar ekki á pennaleti heldur […]

Continue Reading
altars

Fjögur brúðkaup og…

Fólk deyr, giftir sig og fæðist af miklum krafti þessa dagana (ekki endilega samt í þessari röð). Ég man varla eftir öðrum eins fjölda dánartilkynninga og í blöðunum undanfarna mánuði, sem betur fer auðvitað flest fólk sem búið er að finna sinn eikarlund (sbr. samnefnt allegórískt kvæði Staðarhóls-Páls) og komið að eðlilegum leiðarlokum miðað við […]

Continue Reading

Í fangelsi fyrir að klæðast sem nunnur á Krít

Sautján Bretar sitja nú í fangelsi á grísku eyjunni Krít og bíða ákæru fyrir að klæða sig upp sem nunnur og valsa þannig um bæinn Hania sem er vinsæll ferðamannastaður. Grikkir eru ákaflega viðkvæmir fyrir glensi og gríni á kostnað rómversk-kaþólsku kirkjunnar og líta málið mjög alvarlegum augum. Heimildarmaður innan lögreglunnar, sem breska blaðið Telegraph […]

Continue Reading
matjurtarkt

Aftur til fortíðar

Gamli sjálfsþurftarbúskapurinn snýr aftur af fullum krafti. Mér hefur verið úthlutað matjurtagarði hérna við Skarhólabraut í Mosfellsbæ en hún liggur meðfram Úlfarsfelli. Í fyrstu leit þetta ekki út fyrir að ætla að skila árangri, allir garðar voru þegar komnir í útleigu þegar ég sendi bæjarskrifstofunum tölvupóst og ég endaði á biðlista. Ekki taldi ég það […]

Continue Reading
p5190259

Blindur er bóklaus maður

Mig langar til að deila með lesendum vefsetursins frumraun minni í stjórn umræðuþátta en þar var um að ræða lokaverkefni í sjónvarpsfréttanámskeiði MA-náms í blaða- og fréttamennsku sem ég telst nú rétt rúmlega hálfnaður með að afloknum vetri. Við Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum samstarfskona mín þar á bæ, gripum á kýlinu og […]

Continue Reading
vodafone

Vodafone á þessa viku

Klósett vikunnar að þessu sinni er fjarskiptafyrirtækið Vodafone sem kann heldur betur að veiða eldri borgara í snörur sínar. Ekki það að sá sem hér ritar sé eldri borgari (eldri en þrítugur samt!) en fjölskyldan lenti í þeim rauðu. Í ljós kom að þegar starfsfólk fyrirtækis aðila nokkurs í fjölskyldunni hafði nýtt sér tilboð Vodafone um net,- […]

Continue Reading