Lokið er mikilli helför til lands elds og ísa sem um leið var alveg nauðsynleg þar sem við komum ekki aftur til landsins fyrr en í júlí 2013. Hápunkturinn í samgönguhluta ferðarinnar var að ég lenti óvænt á Saga Class í Herðubreið Icelandair á leið minni frá Kastrup-flugvelli til Keflavíkur en sú flugleið var farin […]
Archive | November, 2012
Hagsælda hrímhvíta móðir
Að líkindum drep ég ekki niður fjaðurstaf hér fyrr en eftir helgi þar sem ég langförull legg land undir fót síðdegis á morgun og enda að forfallalausu uppi á Íslandi klukkan 22:20. Þetta verður engin kurteisisheimsókn, öðru nær. Öldurhús landsins verða reynd til þrautar, eitthvað verslað og ástand lands og þjóðar almennt kannað. (MYND: Ísland […]
SAS = Skuldum Alltaf Skrilljón
SAS-gjaldþrotið, sem naumlega var bjargað fyrir horn í dag, er heitasta fréttaefni í Skandinavíu um þessar mundir. Ég fullyrði að forsíður allra norsku blaðanna (fyrir utan einhver smábæjarblöð) voru undirlagðar af málinu og NRK Rogaland, sem ég hlusta á í bílnum, ræddi við hvern álitsgjafann á fætur öðrum í dag um örlög og hugsanlega framtíð […]
Ítölsk þvermenningarflétta
Ég sat rúmlega tveggja klukkustunda langan ársfjórðungsfund vörustjórnunardeildar ConocoPhillips í gærmorgun. Flestir sofna sennilega bara við að lesa þetta enda var fundurinn að meginstefnu til engin skemmtun, fjallaði um vöruflæðið héðan út á borpalla á Ekofisk- og Eldfisk-svæðunum og aftur til baka. Venjulegur vinnufundur með smurbrauði og kaffi latte á kantinum, flestir almennt andlega fjarverandi. […]
Betra er seint…
Það var loksins í dag sem mér tókst að brjóta þykkan ís fjölmargra yfirlýsinga og loforða og hreinlega drulla mér á karateæfingu hjá Lura Karateklubb sem er einmitt hérna í þarnæsta hverfi við mig. Þetta tók tíma og er mín fyrsta nálgun við karate eftir örfáar æfingar hjá Stavanger Karateklubb í fyrravor sem leystu af […]
Logar vítis
Við skelltum okkur á tvo DeLonghi-ofna í Expert í haust, þetta eru olíufylltir rafmagnsofnar sem kosta 299 krónur stykkið. Mjög meðfærilegir og auðvelt að trilla þeim milli herbergja. Annar er í stofunni og rúllar þaðan inn í svefnherbergi þegar við förum að sofa en hinn stendur í ganginum/forstofunni þar sem ég sit við tölvuna. Þetta […]
Nóvember til námskeiðs
Það eru heldur betur sveittir námskeiðadagar í gangi nú í öndverðan nóvembermánuð og ég sendur út og suður. Í dag sat ég fyrsta daginn af þremur á námskeiðinu OLF-116 Pakking, sikring og transport av last og á fimmtudaginn í næstu viku mun ég sitja einn heilan dag á námskeiði hjá IB Stavanger um lög og […]
Mottur og vafasamur mormóni frá Michigan
Mottumars hefur að lokum skotið rótum í Noregi en Norðmenn eru sem alkunna er ekki nýjungagjarnasta fólk í heimi og finnst yfirleitt hreinn óþarfi að tileinka sér hvers kyns erlendan tískuslæðing sem gerir ekki annað en drepa niður norska þjóðarsál (þess vegna er t.d. ekki KFC í Noregi). Reyndar er þó alls ekki um mars […]
Geta börn lokað?
Ég er að hlusta á nýjasta afsprengi íslensku víkingarokksveitarinnar Skálmaldar sem ber nafnið Börn Loka. Í fljótu bragði gefur hún fyrri plötu þeirra, Baldri, frá 2010 ekki millimetra eftir, vönduð spilamennska, góður þungmálmur og helmeitlaðir íslenskir textar. Þeim, sem vita ekkert hvað ég er að tala um, er bent á valin verk af plötunni Baldur, […]