Í dag eru átta ár síðan ég hélt til Helsinki sem Nordplus-skiptinemi og lagði þar stund á blaðamennsku fyrir fréttaritara erlendis við þann hluta félagsvísindadeildar Háskólans í Helsinki sem nefnist Svenska social- och kommunalhögskolan. Til að gera langa sögu stutta var þessi vorönn árið 2003 drykkja út í gegn og kom ég heim reynslunni ríkari […]
Archive | February, 2011
Á meðan brimið þvær hin skreipu sker…
Síðustu tvo daga hef ég dvalið nánast í ægis greipum úti í Rennesøy sem er eyja hérna úti fyrir Stavanger, tengd meginlandinu með jarðgöngum. Þarna fór fram námskeið fyrir stjórnendur á mínu sviði undir stjórn vinnusálfræðingsins Wegard Matre og var býsna athyglisvert, reyndar á köflum bráðskemmtilegt. (MYND: Hluti af gistiaðstöðunni til vinstri og matar- og […]
Enginn joðskortur í Kastljósi
Ég var að horfa á líflegt Kastljósviðtal við Steingrím J. Sigfússon síðan í gær. Segja má að þar hitti skrattinn ömmu sína þegar þeir mætast á vígvellinum, gamli MORFÍS-refurinn Sigmar og svo Steingrímur sem hefur verið einna þaulstæðastur allra þingmanna í ræðupúlti Alþingis síðustu X kjörtímabil. Það er verkefni út af fyrir sig að telja […]
Vöxun bakhára 101 – ekki fyrir viðkvæma!
Því verður ekki logið á mig að ég fórni mér ekki á altari sannleikans. Eins og ég lofaði í gær birtast hér óvægnar myndir af því þegar andstyggilegur og framsækinn frumskógur bakhára var fjarlægður með vaxstrimlum við arininn í kvöld. Aðgerðin var framkvæmd án allra deyfandi lyfja og einungis með kaffibollann í hendi. Mér tókst […]
OK, ég var kominn í Icesave-bann, en…
Ég skal alveg játa það að ég hélt klárlega að brýnið á Bessastöðum myndi brotna í þetta skiptið. En…hvað gerist? Gallharður sýnir karlinn Jóhönnu hvar Davíð keypti ölið (Davíð Oddsson að sjálfsögðu). Ég er nú eiginlega búinn að Icesave-a yfir mig á opinberum vettvangi síðustu tvö árin en þetta eru bestu fréttir ársins sem berast […]
Trúir þú á úlfasögur?
Ég sá á Kraftaheimum í gær frásögn um að Björgúlfur Stefánsson, kraftlyftingamaður úr Vestmannaeyjum og gamall dyrajaxl af Gauki á Stöng, væri tekinn að munda bekkpressustöngina á ný. Ég kynntist Björgúlfi þegar hann var sturtuvörður í Ásgarði í Garðabæ stutt tímabil á barnaskólaárum mínum. Gat ég ekki stillt mig um að skrifa stutta hugvekju um […]
Stormur fyrir byrjendur
Nokkuð hreyfði hér vind í gær og fram á nótt. Það tók svona aðeins í, þó ekkert sem venjulegur íbúi í Engihjallanum í Kópavogi myndi kalla neinar hamfarir. Við heyrðum þokkalegan hvin í svefnherberginu, sem er uppi, og mér varð hugsað til ættjarðarinnar. Hérna í Stavanger virðist þessi andvari hafa verið á við fellibylinn Katrínu […]
Skírteini í hús, orkumál og lífið
Jæja, blaðamannapassi fyrir 2011 kom inn um lúguna fyrir helgi, glóðvolgur úr smiðju Blaðamannafélagsins í gamla landinu. Vonandi verður hann mér hvatning til að reyna að skrifa einhverja dellu ofan í íslenska fjölmiðla um það sem gerist fréttnæmt hér í norsku samfélagi á árinu. Maður þarf að halda sér í gírnum. Kannski er nóg að […]
Finnsk-sænskt gæðaeftirlit
Ég fékk merkilegt símtal núna í byrjun vikunnar. Þegar ég svaraði kynnti hin sænska Jenny sig fyrir mér og kvaðst hringja frá Elixia (líkamsræktinni okkar sem sagt). Starfsfólk Elixia er meira og minna allt sænskt þótt keðjan sé finnsk. Finnarnir ráða sennilega Svía og greiða þeim lægri laun en þeir myndu borga Norðmönnum og ná […]
Ernir þöndum vængjum sveima
Jæja, þá eru aðaltónleikar komandi sumars ákveðnir. Það eru ekki minni kóngar en þeir félagar í Eagles sem ætla að stútfylla Viking Stadion um hvítasunnuhelgina. Mitt fyrsta tækifæri til að eiga eitthvert raunhæft erindi á þennan annálaða leikvang borgarinnar þar sem knattspyrnan hefur aldrei náð að heilla mig og gerir varla úr þessu. Þegar er […]