Archive | April, 2014

Ærinn hafa þeir klækiskap

Liðin helgi var ekkert minna en stórkostleg. YR bakkaði reyndar aðeins með veðurspána sem fjallað var um í síðasta pistli en nýja spáin, sem gerði ráð fyrir hálfskýjuðu, rættist hins vegar ekki og Stavanger og nágrenni var hrein steikarpanna alla helgina. Ég er skaðbrunninn út um allt og lít eiginlega út eins og illa steikt […]

Continue Reading

Logn var veðurs

Fyrirsögn þessa pistils er eina veðurlýsingin sem Snorri gamli splæsti í Heimskringlu og er hana að finna í Ólafs sögu helga. Nú tipla ég á tánum um vefsetur norsku veðurstofunnar og vona að glæsileg helgarspá gangi eftir í einu og öllu, til mikils er að vinna, fertugsafmæli í miðbæ Stavanger en fáir staðir bjóða upp […]

Continue Reading

Handboltahorf og önnur málfræðihugtök

Tímaritið Íslenskt mál og almenn málfræði, 35. árgangur, dúkkaði upp í póstkassanum hjá mér í síðustu viku. Iðulega finn ég til nokkurrar eftirvæntingar þetta eina skipti á ári sem mér veitist sú gleði að halda á nýfæddu afkvæmi Íslenska málfræðifélagsins í plastinu og velta því fyrir mér hvaða öndvegisfræðimenn drepi nú niður penna að þessu […]

Continue Reading