Hér hefur verið gestkvæmt um helgina eins og oft áður en nú bar svo við að Garðbæingur knúði dyra í gærkvöldi og upphófst við það hin mesta svallveisla sem viðstaddir höfðu af gagn og allnokkurt gaman. Þarna var á ferð Stefán Sigurðsson, mikið valmenni og lífskúnstner sem nam með mér við Fjölbrautaskólann í Garðabæ í […]
Archive | June, 2013
Rammíslenskt pöbbakvöld og saltur sær
Ánægjulegri fríhelgi er lokið en skemmst er frá því að segja að hún var drykkja út í gegn. Á föstudaginn fögnuðu Íslendingar í Stavanger og nágrenni sumarsólstöðum með ruddalegri drykkjusamkomu á hinu góðkunna öldurhúsi Munken í miðbæ Stavanger. Ég kom þarna nánast beint af brúkrananámskeiði (n. traverskran) í Rogaland Kranskole og þurfti að hafa mig […]
Jón Hilmar Hallgrímsson – in memoriam
“Fyrirgefðu, má ég spyrja þig hvað þú ert þungur?” spurði einhver fyrir aftan mig þar sem ég var að ljúka setti í axlapressu með handlóðum í World Class við Fellsmúla snemmsumars 1997. Ég sneri mér við og horfðist í augu við ljóshærðan grannvaxinn pilt og þó nokkrum sentimetrum hærri en ég sem er svo sem […]
Vindöld, vargöld áðr veröld steypist…
Þetta er aldeilis búin að vera helgi, Ásgeir Elíasson og Jóna Dís kona hans mættu hér á föstudaginn, hann til að vera en hún heldur til baka til lands elds og ísa á miðvikudaginn og mætir svo stundvíslega með synina tvo í september. Fyrir þá lesendur sem átta sig ekki á hvaða fólk er rætt […]