Lögreglan í Sydney í Ástralíu birti á föstudaginn röntgenmynd af höfði kínversks innflytjanda sem skotinn var 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu í fyrrahaust. Tvö börn fundu lík mannsins vafið inn í teppi en hann hafði verið búsettur í Ástralíu síðan árið 2000. Yfirmaður morðdeildar lögreglunnar í Sydney sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt […]

Follow


Peter Rogers, framleiðandi bresku Carry On-myndanna, er látinn, 95 ára að aldri. Rogers framleiddi allar myndirnar en þær urðu 31 þegar upp var staðið og voru gerðar á árunum 1958 – 1978 auk einnar árið 1992.