Tiffany Lam skrifar athyglisverða grein á ferðavef CNN fyrir nokkrum dögum og velur þar Reykjavík í toppsæti lista yfir borgir þar sem snjallt sé að verja jólunum. Nuremberg í Þýskalandi og Pogost í Hvíta-Rússlandi lentu í næstu sætum á eftir. Lam telur Íslandi helst til tekna í tengslum við jóladvöl að þangað sé upplagt að […]
Archive | November, 2010
Blaðamaður óskast á gröfu
Aftenposten auglýsti núna um daginn lausa stöðu gravejournalist á ritstjórn blaðsins. Ég er orðinn ágætur í norsku eftir hálft ár í landinu en þurfti engu að síður að hugsa málið dálitla stund áður en það small inn hjá mér að þarna væri óskað eftir rannsóknarblaðamanni. Annað slagið hnýtur maður um bráðsmellin hugtök í þessu tungumáli […]
Þar sem fagmennirnir versla…
Það borgar sig greinilega að auglýsa á atlisteinn.is, nokkrum sekúndum eftir að ég kvartaði yfir því hérna um daginn að fá ekki Bókatíðindi glóðvolg inn um lúguna sendi hún Gulla frænka mín mér þau með hraði…ja, reyndar með gamaldags pósti í umslagi en þau skiluðu sér engu að síður. Það er ekki oft sem maður […]
Stjórnlaga…hvað???
Ég nenni ekki að setja mig inn í þetta blessaða stjórnlagaþing, ég verð alveg að játa það. Hugsanlega hefði ég gert það ef ég byggi á Íslandi en núna spyr maður bara hvort stjórnlagaþing sé eitthvað út á skyr…sem það er varla. Væntanlega er þetta góðra gjalda vert fyrir þá sem ætla sér að búa […]
Ofsóknir fjölmiðla
Krakkaskratti nokkur hefur þann leiða ávana að fara um okkar hverfi á mjög óskristilegum tíma á sunnudagsmorgnum, hringja á dyrabjöllum saklauss fólks og bjóða því til sölu dagblaðið Verdens Gang, VG. Hefur kveðið svo rammt að útburði þessum að klukkan glymur jafnvel rétt upp úr klukkan níu téða morgna. Nú ganga Norðmenn mjög til messu […]
Mjök erum tregt tungu at hræra…
Ég er innilega þakklátur Braga Kristjónssyni bóksala fyrir lofsamlega umfjöllun um fjölskyldu mína í Kilju Egils Helgasonar í gær (skruna þarf til 26:00). Það er stórmerkilegt hvað Bragi er inni í öllum hlutum. Steinunn S. Briem var móðursystir mín og Ragnheiður Briem móðir mín eins og margir vita sennilega. Þá hannaði Gunnlaugur Briem, þriðja systkinið, […]
Dagur tungunnar og nýja starfið
Ég fyllist óvenjumikilli þjóðerniskennd á Degi íslenskrar tungu ársins 2010 nú þegar ég er í fyrsta sinn staddur fjarri fósturjarðar ströndum. Ekki vil ég þó heldur bíða hel en vera horfinn þeim, líkt og Gunnar heitinn, þekktasti íbúi Hlíðarenda fyrr og síðar. Það er ekki svo slæmt. Ég beið í mikilli spennu daglangt eftir niðurstöðu […]
Tímamót
Það er engum ofsögum sagt að síðustu dagar hafi fært mikil tímamót í hlað. Á föstudaginn sá ég mitt hinsta blóði drifna lamb mjakast í áttina að mér á króki sínum og lauk störfum hjá kjötframleiðandanum Nortura, hvort tveggja með trega og gleði. Starfið þarna brúaði bil sem þurfti að brúast og var auk þess […]
Gnörrunga þáttr
Djöfull er ég sáttur við Jón Gnarr í Kastljósinu í gær! Eftir að Brynja þylur upp öll þau kosningaloforð sem Jón hefur svikið segir hann sallarólegur: ‘Já, en ég sagði líka að ég myndi svíkja öll kosningaloforð sem ég gæfi.’ Það er alveg rétt, hann sagði það í vor, ég man það eins og ég […]
Norsk vinnumarkaðssálfræði
Margt er kyndugt í hinum mikla kýrhaus norskra stjórnunarhátta. Nú er búið að láta pólskukennarann minn geðþekka, Robert Sumera, róa. Nýliðin vika var hans síðasta hjá Nortura eftir tvær framlengingar. Hann er ekki einn um að þurfa frá að hverfa, nú streymir vertíðarstarfsfólkið út í stríðum straumi og vinnudagurinn í sláturhúsinu kemst í það horf […]