Archive | March, 2014

Fyrsta vetrarfríið

Klukkan 16:00 í dag að staðartíma hér í Noregi hefst mitt fyrsta vetrarfrí um ævina og kemur varla til af góðu svo sem, á sunnudaginn verð ég formlega miðaldra (að minnsta kosti ef miðað er svona sirka við meðalævilíkur íslenskra karlmanna). (MYND: Á einhverjum tímapunkti í ógleymanlegri tveggja vikna dvöl í Albufeira í fyrrasumar.) Ég […]

Continue Reading

Sumar dagsetningar eru erfiðari

Það sem af er árinu hef ég sveist blóðinu við að tryggja viðveru mína á 25 ára endurfundum gagnfræðinga vorsins 1989 frá Garðaskóla í Garðabæ. Reyndar var þar á ferð enn eitt verkfallsvor íslenskra kennara svo ef til vill telst vafasamt að tala um gagnfræðinga, þessi hátt í 150 manna árgangur tók engin próf að gagni […]

Continue Reading

Nokkur orð um ofbeldi

Kynlegir broddborgarar og Vesturbæjarhúsmæður, jafnvel heilu samtökin sem kenna sig við velferð barna, þyrpast nú emjandi fram á blóði drifinn ritvöll lýðnetsins og fárast yfir því að keppni í blönduðum bardagalistum (e. mixed martial arts, MMA hér eftir) á vegum atburðastjórnandans og kynningaraðilans The Ultimate Fighting Championship (UFC hér eftir) flokkist undir hreint og klárt ofbeldi […]

Continue Reading

Látið kaffið okkar í friði!

Ég var á námskeiði allan gærdaginn hjá fyrirtæki sem býr við þau kjör að leigja stórt sameiginlegt húsnæði með nokkrum öðrum fyrirtækjum og sameinast um ákveðna þætti, svo sem móttöku, símsvörun og mötuneyti. Þetta fyrirkomulag heitir næringspark en íslenska hugtakið „viðskiptagarður“ hefur svo sem aldrei náð að hefja sig til flugs þótt reynt hafi verið. […]

Continue Reading

Öl var alda

Varla er stætt á öðru en að tileinka bjórleyfi Íslendinga frá 1. mars 1989 nokkrar línur á þeim merkisdegi þegar fjórðungur aldar er liðinn síðan annað en smyglaður bjór fékkst á Íslandi í fyrsta sinn í 74 ár (með fullri virðingu þó fyrir bjórlíki hvers framleiðandi náði að verða sér úti um dóm í Hæstarétti fyrir […]

Continue Reading