Stavanger er ein gestaborganna í skútukappsiglingunni The Tall Ships Races 2011. Öðrum legg keppninnar. sem hófst í Lerwick á Shetlandseyjum, lýkur hér. Þessu fylgir fjögurra daga hátíð með alls konar tónleikum og rugli á meðan 70 seglskútur af öllum stærðum og gerðum tínast inn í Voginn niðri í miðbæ. Það var mjög tignarleg sjón að […]
Archive | July, 2011
Íslenskt nammi fer sigurför um Holland
Við fórum í eftirminnilega siglingu um síkin í Amsterdam seinna laugardagskvöldið okkar þar með þessu fyrirtæki. Þetta var svona rómantísk sigling, þó fullur bátur af fólki en stílað inn á pör. Óhætt er að segja að vel sé að þessum ferðum staðið og verðinu er verulega still í hóf. Fyrir 50 evrur á haus fæst […]
Vanþakklæti – laun heimsins
Ég gerði það mér til dundurs á sunnudagskvöldið að fleygja nokkrum brauðbitum út í garð handa mávum nokkrum sem sátu á mæni hússins á móti og létu sultarlega. Við gefum gjarnan mávum í garði sjúkrahússins en þar heldur tiltekinn hópur til og hefur aldeilis tryggt sér svæðið út á við auk þess sem miklar pólitískar […]
Mannhaf
Mikið sjónarspil var að fylgjast með tæplega 100.000 manna minningarsamkomu hérna niðri í miðbæ í dag. Hún var liður í samræmdum samkomum um allt land og fór sú stærsta fram í Ósló þar sem 150.000 komu saman á Ráðhústorginu. Ég man ekki eftir annarri eins kös nema frá fjölmennustu menningarnóttum í Reykjavík og þó reyndar […]
Þögnin
Mínútuþögn klukkan 12:00 í dag tókst bara með eindæmum vel. Í raun mátti heyra saumnál detta. Ég gerði litla félagslega tilraun og kom mér fyrir í mötuneyti sjúkrahússins klukkan 11:57. Þar er alla jafna óstöðvandi kjaftagangur í hádeginu svo sem sæmir mötuneyti stórrar ríkisstofnunar. Þar datt allt í dúnalogn skyndilega án þess að nokkur miðlæg […]
Hnípin þjóð í vanda
Það er ótrúlegt að ganga um miðbæ Stavanger í dag. Hann er einfaldlega tómur. Öllum hátíðum hefur verið aflýst hér og í Sandnes sem er mikil blóðtaka þar sem sumarið er tími stórra bæjarhátíða. Matarhátíðin Gladmat hefði átt að standa sem hæst í dag, fjögurra daga veisla sem dregur að jafnaði til sín um 250.000 […]
Saga af tveimur gististöðum
Við skiptum átta nóttum í Amsterdam milli tveggja staða. Fyrstu tvær næturnar létum við þann gamla draum rætast að dvelja á Grand Hotel Krasnapolsky við Dam Square, algjörri lúxusperlu í hjarta borgarinnar, sem á að hafa verið stofnað af fyrsta Pólverjanum sem fluttist til Hollands (byrjaði reyndar sem kaffihús en á sama stað). Fyrir það […]
Til Mekka
Ég var að hóta einhverjum ferðasögum hérna en áttaði mig svo á því að ferðasögur eru almennt ekkert alskemmtilegasta efni sem maður les. Jú, ef einhver fær matareitrun og beljandi niðurgang einhvers staðar, er rændur af lögreglunni í Guatemala eða lendir í þoku og skordýrum í göngu á Preikestolen þá geta slíkar sögur verið hressandi. […]
Flóðgáttir norskra himna
Móðir alls regns glumdi á Stavanger og nágrenni í allan dag og gerir enn þegar þetta er ritað. Hellidemba er mjög vægt orðalag. Slíkt veður hamlar mjög framkvæmdagleði og ég var fljótur að sannfæra mig um að hreint glapræði væri að vera að þvælast niður í bæ í líkamsrækt eftir vinnu. Eina regnhlíf heimilisins er […]
Raunveruleikans kalda sturta
Lendingin með flugi SAS númer SK1876 á flugvellinum í Sola klukkan 21:55 í gærkvöldi eftir 24 daga af áti, drykkju, svefni og sólböðum var hörð svo ekki sé fastar að orði kveðið. (MYND: Við heimkomuna. Eins og sést var kæruleysið algjört í fríinu. Til hvers að raka sig þegar maður getur bara drukkið í staðinn?!?) […]