Páskakveðja og hnignun íslenskra málshátta

paskakvedjaatlisteinn.is óskar Íslendingum til sjávar og sveita gleðilegra páska og farsæls komandi sumars. Hérna í Noregi fáum við að njóta heitustu páska síðan 1943 ef marka má þá veðurfræðinga sem stórblaðið Verdens Gang ráðfærir sig við og ég verð að játa að ég hef tekið metlit síðan á miðvikudaginn. Muni ég rétt eru þetta mínir aðrir páskar fjarri fósturjarðar ströndum en hinir voru 1999 þegar ég fagnaði 25 ára afmælinu mínu með mikilli helför til Búdapest í Ungverjalandi ásamt Ívari Erni, Magnúsi Ófeigi og Jóni Valgeiri Williams. Aldrei hef ég greitt minna fyrir þriggja rétta máltíð og 17 tvöfalda Captain Morgan í kók. Egészségedre! (skál á ungversku).

Í gær var hrikaleg teiti í nýju íbúðinni hjá Ástu og Ella niðri við Vaulen sem er eins konar Nauthólsvík Stavanger. Loksins eru þau flutt í siðmenninguna eftir langa útlegð í Klepp og víðar. Heiðurshjónin Elías og Elísa, foreldrar Ella, mættu auðvitað og skartaði kallinn sínum rómaða KR-bol, nýorðinn sextugur og allur hellaður (© Skapti Þór Runólfsson ca. 1992).
vauleni
Eftir mikla drykkju var rölt með grill, veislumat og tonn af brennivíni niður að strönd þar sem við grilluðum, átum og drukkum sem enginn væri morgundagurinn. Hann kom nú samt.
vaulenii
Ég sagði frá því hérna um daginn að hann Siggi vinur okkar kom færandi hendi með tvö íslensk páskaegg núna á miðvikudaginn. Þetta var náttúrulega étið með húð og hári og farið að rýna í málshætti eins og siður er. Blasti þá við þessi málsháttur úr eggi hinu síðara: ‘Mjór er mikills vísir’. Þar með er síðasta vígi íslenskrar tungu fallið, hinir rammíslensku páskaeggjamálshættir. Nú er þetta búið. (MYND: Rúnar hellir ofan í sig Morgan eins og vatni. Ég í baksýn og Elli bak við mig.)malshattur

Þegar hinn kunni danski málfræðingur, Rasmus Christian Rask, kom í Íslandsheimsókn sína árið 1813 og lauk þar við höfuðrit sitt, Undersøgelse om det gamle Nordiske eller Islandske Sprogs Oprindelse, setti hann fram þá kenningu sína að ólíklegt væri að nokkur maður í landinu talaði íslensku að hundrað árum liðnum og klárlega enginn eftir tvöhundruð ár. Nú sé ég að hann hefur sennilega hitt naglann á sitt danska höfuð.

Athugasemdir

athugasemdir