Kranamaður einn sem vinnur með mér sagði mér forvitnilega sögu í vinnunni á laugardaginn, í senn ömurlega og skondna. Þau fjölskyldan fóru til Tyrklands í sumarfríinu í fyrra og voru þar í góðum gír fyrir utan, eins og stundum vill verða þarna megin í heiminum, að sölumenn alls konar drasls sóttu fast að þeim með […]
Archive | September, 2011
Aftur til upprunans
Ég hef tekið þá ákvörðun að hefja karateæfingar á ný og nú hjá Stavanger Karateklubb sem stundar hefðbundið shotokan karate eins og ég þekki það frá Þórshamri, mínu gamla heimili á Íslandi. Þar með læt ég af taekwondo-æfingum hjá Stavanger-deild Nasjonal Taekwondo Norge. Sú ákvörðun hefur átt sér nokkurn aðdraganda en þungamiðjan í henni er […]
Með lögum skal land byggja…
Framkoma ríkisvaldsins gagnvart lögreglumönnum er ótrúlegur dónaskapur svo ekki sé meira sagt. Þeir eru dregnir á kjarasamningum í fáránlegan tíma og fá svo gerræðislegan gerðardóm eins og blauta tusku í andlitið í skjóli verkfallsbanns. Enn einu sinni sannar þessi óstjórn sem kallar sig ríkisstjórn að hún er ekki meira virði en hlutabréf í FL Group […]
Af hefð og löggrónum vana
Ég hef gaman af að fylgjast með Silfri Egils á sunnudögum og fagna því að vertíðin hjá Agli er nýhafin aftur eftir sumarið. Ég á dásamlega stund á sunnudagskvöldum þegar ég horfi á Silfur dagsins á vef Ríkisútvarpsins og gleymi öllu öðru á meðan. Í dag var Robert Z. Aliber, hagfræðingur, rithöfundur og professor emeritus […]
Haust, vinna og…eitthvað
Tunglið er alveg stútfullt og blasir við mér hérna út um eldhúsgluggann. Mögnuð sjón. Annars er hér skollið á dæmigert haustveður, morgnarnir farnir að verða kaldari og hellirigning nokkrum sinnum yfir daginn. Demburnar standa þó yfirleitt stutt og í dag var glampandi sólskin tvisvar eftir hádegið. Sumum vinnufélögum mínum þykja þessar skyndirigningar óþægilegar, einkum Svíunum […]
Kosningar en ekkert X
Fyrstu kosningarnar í Noregi voru upplifun eins og ég bjóst fastlega við. Reyndar klikkaði farið með Høyre þar sem aksturskerfið hjá þeim hrundi strax undan gríðarlegum ágangi kjósenda en kosningaþátttaka hér í Rogaland er 80,7 prósent samkvæmt mjög sniðugri kosningavöku á vef Stavanger Aftenblad (kosið var í dag og í gær og lokuðu kjörstaðir núna […]
Mínar fyrstu kosningar í Noregi
Í dag og á morgun ganga Norðmenn að kjörborðinu í sveitar- og fylkisstjórnarkosningum. Ég hef kosningarétt þar sem ég er norrænn ríkisborgari og var búsettur í landinu næstliðinn 30. júní. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hafa flokkarnir ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni. Það táknar þó ekki að póstkassinn hafi verið stútfullur vikum […]
Bíllaus dagur…eða þannig
Þau hörmulegu mistök voru gerð hér í borginni á sunnudaginn í nafni umhverfisverndar og einhverrar álíka firru að haldinn var ‘bíllaus dagur’ (n. bilfri dag). Hugtakið er í gæsalöppum þar sem aldrei hefur annað eins umferðaröngþveiti orðið á götum Stavanger fyrr eða síðar. Nú loga blöðin í deilum og ásökunum þar sem lögregla og stjórnmálamenn […]
Ég er kominn í olíubransann
Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að svipta hulunni af nýja starfinu sem var svo sem aldrei neitt leyndarmál. Síðastliðinn fimmtudag, 1. september, hóf ég störf hjá NorSea Group hérna úti í Tananger sem tilheyrir sveitarfélaginu Sola, nágrannabæ Stavanger. Þar er meðal annars alþjóðaflugvöllurinn í Stavanger þótt hann sé ekki formlega í Stavanger. (MYND: Athafnasvæði […]