Tæplega tvítugur Breti, sem hringdi dauðadrukkinn í Hvíta húsið í maí í fyrra og tilkynnti um sprengju í miðborg New York, slapp naumlega við að sitja inni en hlaut í gær sex mánaða skilorðsdóm og var gert að vinna 250 klukkustundir í samfélagsþjónustu.
Archive | July, 2009
Heilastr mæl þú, Björn
Mér leiðist fátt meira en að bera rafrænan fjaðurstaf að tölvustýrðu bókfelli til þess að tuða um svonefnda Icesave-samninga eða væntanlega Evrópusambandsaðild hérvistarslóða. Að mínu viti má grafa upp margt líflegra til að skrifa um á opinberum vettvangi nú þegar Hrunadans ýmissa víkinga, sem kenndir eru við útrás, er hratt og örugglega að koma Íslandi […]
Af menningarástandi
Það er óhætt að halda því fram að Mosfellsbærinn sé vagga menningar og lista. Hér á heimili mínu var stutt atriði kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson tekið upp nú í nýliðinni viku. Að sögn leikstjórans, Ragnars Bragasonar, verður þetta verk helsta skrautfjöðrin í íslenskri jólamyndaflóru komandi jól. Vonandi verður þá einhver eftir á landinu til að fara í […]
ESB (Ekkert Sérstaklega Bjartsýnn)
Það er hressandi vetur fram undan, þjóðargjaldþrot og svínaflensa. Sterkur kokteill sem skilur eftir sig minningar. Komandi vetur á sér væntanlega ekki marga keppinauta þótt margt hafi þjóðin reynt en einn þeirra er væntanlega veturinn 1418 sem Íslendingar nefndu bónavetur. Saga Íslands III tilfærir svo: Bónavetur nefndist veturinn 1418, af því að Árni biskup Ólafsson […]
Þjóð haldið sofandi í öndunarvél
Ja, þannig var það að minnsta kosti fram á haust 2008. Eftir það er þjóðinni áfram haldið sofandi en nú án öndunarvélarinnar. Það er öllu verra. Það er rétt komið hádegi þegar þetta er skrifað en þó er fréttaflutningur dagsins nú þegar orðinn svo yfirgengilegur að ég veit ekki hvort ég verð enn utan stofnana […]
Aðgát skal höfð…
Fyrirtæki í Lettlandi lánar fólki nú peninga gegn veði í óvenjulegri eign, nefnilega sál skuldunautarins.
Meira um Moggann – jákvæðara núna
Ég er ekki haldinn einhvers konar Mogga-blæti (e. fetish) en sá mig knúinn til að senda Velvakanda Morgunblaðsins neðangreint eftir að hafa lesið grein þar í blaði dagsins. Þeir, sem eru ekki áhugamenn um íslenskt mál, eru varaðir við eftirfarandi lesefni. (MYND: Prófarkalestur, hinstu rök hvers fjölmiðils.) Ingunn Sigmarsdóttir ritar ágæta grein í Velvakanda 6. […]
Óþolandi ósiður Morgunblaðsins
‘Kauptu tvo pakka af Merrild 103 eða Senseokaffi – þú gætir unnið glæsilega Philips Senseo kaffivél.’ Þetta tilboð er án efa góðra gjalda vert og birtist á límmiða sem festur var á forsíðu Morgunblaðsins föstudaginn 3. júlí. Þessi auglýsingaaðferð Morgunblaðsins er hins vegar eitt verst ígrundaða útspil í sögu fjölmiðla. Það er engin leið að […]
Madoff 150 – Björgólfur 0
Ekki gengju nú margir sáttir frá knattspyrnuleik sem lyki með þessum markatölum. Þó verður raunin sennilega sú þegar kemur að Icesave-meisturum okkar Íslendinga. Enn er ekki vitað hve mörg þúsund manns Bernard Madoff féfletti með hinni svokölluðu Ponzi-svikamyllu. Við búum þó svo vel hér á Íslandi að vita að Björgólfsfeðgar, Sigurjón Árnason og fleiri, sem fengu að […]
Ert þú á felgunni?
Þessar bráðsmekklegu 15 tommu Benz-felgur eru til sölu. Upprunalegar að sjálfsögðu og voru áður á W124-bifreið af gerðinni 230 E sem einnig sést hérna og er sárt saknað. Hún andaðist sviplega 8. febrúar 2008. Þetta dökka neðarlega til vinstri á felgunni er ekki skemmd heldur óhreinindi sem ég nennti ekki að þrífa fyrir myndatökuna. Allar […]