Fyrirtækiseigandi nokkur hérna uppi í Ålgård gaf það út í síðustu viku að hann hygðist gefa reyklausum starfsmönnum sínum eina viku aukalega í sumarfrí, hafði reiknað það út að reykingafólk (á hans vinnustað að minnsta kosti) notaði samtals þrjár vikur á ári af vinnutímanum í reykingapásur og taldi óhætt að verðlauna þá sem ekki reyktu […]
Archive | May, 2014
Langt fram á horfinni öld
Hún var kannski stutt, sólarhringsheimsóknin mín til Íslands um helgina, en engu að síður fullkomlega þess virði að leggja á sig miðað við tilefnið. Eins og varla hefur farið fram hjá þeim sem tengjast mér á Facebook hittist árgangurinn minn úr Garðaskóla á laugardaginn og minntist þess að í vor eru 25 ár liðin síðan […]
Fyrirspurn um endurgreiðslu flugmiða og bótaskyldu Icelandair að öðru leyti
(sent á netfangið athugasemdir@icelandair.is kl. 12:40 í dag að norskum tíma) Góðan daginn Við hjónin búum í Stavanger og erum á leið í helgarferð til Íslands núna um helgina, fljúgum þangað með SAS og eigum far til baka með Icelandair, flugi FI-338, á sunnudag. Sama flug féll niður sunnudaginn 11. maí vegna aðgerða flugmanna félagsins […]
Tónleikasumarið 2004 – nostalgískir órar
Mér varð hugsað til þess í fyrradag að þá, 5. maí, voru 10 ár liðin síðan ég sá þýsku snillingana í Kraftwerk í Kaplakrika vorið 2004. Þessir tónleikar mörkuðu upphaf gríðarlegrar tónlistarveislu komandi sumars sem að miklu leyti var í boði þess að bandaríkjadalur kostaði á bilinu 68 – 71 krónu á útmánuðum ársins og þurfti […]