Archive | May, 2012

eurovision2012

Þetta var nú óþarfi…

Þykir það alveg sjálfsagt að Svíar fari með sigur af hólmi í Eurovision aftur og aftur?!? 1974, 1984, 1991, 1999 og 2012, þetta er að meðaltali einu sinni á áratug allar götur síðan ég kom í heiminn. Er ekkert opinbert eftirlit með þessari keppni? Ég veitti þessu takmarkaða athygli áður en nú er öldin önnur […]

Continue Reading
steik

Þriðji í steik

Nú er ég hættur að tala um einmuna veðurblíðu og tek líka aftur það sem ég skrifaði í síðasta pistli um að hjálp væri fólgin í að vera starfandi við opið gin Norðursjávarins. Það hefur ekki bjargað miklu síðan á þriðjudag en þá mældist einmitt 28 gráðu hiti í skugga á starfssvæði ConocoPhillips. Annars staðar […]

Continue Reading
uppi fjalli

Sumarið er tíminn

Hér hefur verið einmuna veðurblíða síðan 17. maí hellti úr skálum sínum yfir landsmenn og rætt var lítillega um í síðasta pistli. Í gær og í dag skein sól í heiði og nálgaðist hitinn mín persónulegu þolmörk í vinnunni í dag. Þá hjálpar að vera að vinna við opið gin Norðursjávarins og fá ferskan og […]

Continue Reading
17. mai

Þjóðhátíð, rigning og skemmtileg frásögn af viðlagasjóðshúsum

Í dag er þjóðhátíðardagur Noregs, frí og margt um dýrðir þrátt fyrir rigningarsudda. Einn frídagur í maí tapast þar sem 17. maí fellur í ár saman við uppstigningardag. Þetta er töluverð blóðtaka þar sem eftir annan í hvítasunnu er næsti rauði dagur í Noregi jóladagur. Hér er engin verslunarmannahelgi. Á móti kemur að sú staða […]

Continue Reading
altibox

Stórt skref fyrir mannkynið

Þá er maður kominn út úr hellinum aftur. Hingað kom fólk frá Lyse í morgun (eða öllu heldur fyrirtækjum sem Lyse úthýsir ýmsum þjónustuliðum til), tengdi breiðband inn í húsið og upp til okkar auk þess að setja upp öryggiskerfi. Heimasíminn dettur inn á morgun eða hinn en tenging við lýðnet og sjónvarp er þegar […]

Continue Reading
skurur

Farið í grafgötur

Jæja, ég tók skurðhelvítið á fimmtudaginn. Mér leið eins og ég væri að grafa Suez-skurðinn, vantaði bara sjó. Núna koma þeir frá Lyse á miðvikudag og tengja blessað breiðbandið og þá tengist ég umheiminum á ný. Þegar þetta er ritað sit ég enn einu sinni á Quality Residence Hotel í Sandnes sem er býsna huggulegt. […]

Continue Reading
sandnes

Sandnes – nær en þig grunar

Beðist er velvirðingar á grófu láni á einkunnarorðum Sandgerðis á Reykjanesi í fyrirsögn pistilsins. Þá erum við flutt og martröðinni lokið. Ég trúi því varla enn þá satt að segja. Törnin á laugardaginn var einir ellefu tímar og svo átta tímar við dauðhreinsun á Overlege Cappelensgate á sunnudag. Gestur, Bjarki og Jón Halldór fá sérstakar […]

Continue Reading