Archive | July, 2010

gladmat1

Fæði og flúr

Gert er ráð fyrir að meira en 250.000 manns heimsæki hátíðina Gladmat sem nú stendur yfir hér í Stafangri og lýkur á morgun, laugardaginn 31. júlí. Þetta er eins konar Food & Fun Noregs og stemmningin mikil. Mörg hundruð aðilar af öllum stigum norsks matvælaiðnaðar kynna framleiðslu sína og stjarna hátíðarinnar er Gordon Ramsey sem […]

Continue Reading
flutningar

Trúin flytur fjöll…

…við flytjum allt annað, að minnsta kosti búslóðina okkar eins og hún leggur sig. Nú er stutt í Klepp og djöfullegur laugardagur í flutningum fram undan. Eins stendur hér yfir matarhátíðin Gladmat og ætlast er til þess að við mætum í vinnu á morgun. Lesendur mega búast við umfjöllun um Gladmat og almenn leiðindi flutninga […]

Continue Reading
p7260001

Sniðug norsk fyrirtæki og 175 rúmfataskipti

Nú er ljóst að við flytjum niður í Våland á laugardaginn, 31. júlí. Leigusalarnir okkar fundu leigjanda sem vill koma inn um mánaðamótin og við vorum búin að kanna hjá nýja leigusalanum hvort við mættum koma hálfum mánuði fyrr og það var auðsótt mál. Hér ríkir því þjóðhátíðarstemmning, 11 kílómetra hjólreiðum ókristilega snemma morguns lýkur […]

Continue Reading
nammi

Kallið er komið…

Senn líður að lokum starfsferils míns á gjörgæsludeild Háskólasjúkrahússins í Stavanger. Ég get ekki neitað því að mér er tregt tungu að hræra og loftvægi ljóðpundara og almennt allt það sem Egill Skallagrímsson kvartaði yfir í Sonatorreki. Ég á helgarvakt á deildinni þessa helgi og klukkan 14 á sunnudaginn hef ég þar moppu á loft […]

Continue Reading
gomul kona

Britney Spears naked

Þessi fyrirsögn er tilraun sem ég geri að gamni mínu til að sjá hve mörgum vefrápurum gúgglun þessa orðasambands vísar inn á síðuna. Ég hef sagt frá því áður að á mánudagskvöldum fæ ég í tölvupósti skjal með ítarlegri samantekt á heimsóknafjölda, meðaltíma lesenda á síðunni, upprunalandi heimsókna og ég veit ekki hvað. Einnig upplýsingum […]

Continue Reading
p7190123

Aftenposten fjallar um nýtt bankahrun

Forsíðufyrirsögn Aftenposten í dag er óneitanlega nokkuð grípandi og varð til þess að við kipptum með okkur eintaki af blaðinu í mjólkurinnkaupunum áðan. Lars Magne Sunnanå blaðamaður skrifar heljarmikla grein um myntkörfulán Íslendinga og er greinilega von á meiru þar sem þessi grein er merkt sem 1. hluti. Blaðamaður ræðir við Ólaf Garðarsson og Ágústu […]

Continue Reading
overlege

Húsnæðismálin komin á beint

Frá og með föstudeginum 16. júlí er fengin lausn á helsta áhyggjuefni okkar sem er framtíðarhúsnæðið. Ég minntist á það í pistli 10. júlí að við værum á leið í annað sinn að skoða raðhús við Overlege Cappelensgate sem er svo gott sem í miðbænum og við hlið núverandi vinnustaðar okkar. Eftir þessa síðari skoðun […]

Continue Reading
jim

Þegar stórt er spurt

Norðmenn spyrja mig mikið hvernig Íslendingar geti látið bjóða sér upp á þá meðferð sem þeir sæta frá ríkisstjórn og bönkum landsins. Mér vefst gjarnan tunga um tönn og jafnvel fleiri líffæri. Hvað á ég að segja? Af því bara? Það gengur ekki. Almennt svara ég því að Ísland eigi sér ónýta ríkisstjórn, þá þriðju […]

Continue Reading
hjolad

Hjólreiðaátakið heppnaðist

Átakið Hjólað í vinnuna sem hér fór fram með miklum harmkvælum í síðustu viku gekk heldur betur vonum framar. Í fyrsta sinn tókst okkur af botnlausum aga og ósérhlífni að hjóla til og frá vinnu alla fimm dagana. Þetta gerir 105 kílómetra í heildina og ég er bara nokkuð stoltur af okkur. Þegar við bætist […]

Continue Reading