Archive | April, 2010

gamur

Ill meðferð nágranna og kveðjuhóf

Það þarf engan vísindamann til að slá því föstu hverjir eru ekki vinsælustu nágrannarnir í botnlanganum þessa dagana. Klukkan 08:44 í morgun birtist hér heljarmikil gámaflutningabifreið frá Eimskipafjelagi Íslands (eins og það hét í upphafi) og smellti fagurbláum 40 feta búslóðagámi út á miðja götu. Umferð kemst með naumindum fram hjá. Flikkið mun prýða umhverfið […]

Continue Reading
hilli

Rauðhærðir risar, samningaréttur og fleira smálegt

Ég fór í ánægjulega heimsókn í hádeginu í dag til Hilmars Veigars Péturssonar, æskuvinar úr Garðabænum og forstjóra tölvuleikjarisans CCP. Hilmar hefur verið kjörinn fjórði áhrifamesti maður heims í tölvuleikjabransanum af einhverjum tímaritum og sjálfur vil ég halda því fram að hann sé pottþétt rauðhærðasti maður tölvuleikjabransans. Það hlýtur bara að vera. (MYND: Við Hilmar […]

Continue Reading
ma

Sweet Caroline…

‘Ég gekk út í sólina með bunkann undir hendinni og hafði tæplega liðið eins vel áður.’ Þetta stendur ritað í dagbók mína 2. júní árið 2000 og fjallar um það þegar ég gekk með tólf eintök af BA-ritgerðinni minni út úr Háskólafjölritun og fór að gera eitthvað annað en að hanga ofan í kjallara yfir […]

Continue Reading
svarthol

Brennivín, naut og svarthol

Viðburðarík helgi er að baki. Á föstudag hittumst við gömlu félagarnir úr dyravörslunni á Nelly’s og Prikinu 2001 og 2002 og hágrétum yfir ljúfsárum æskuminningum. Það eru þeir heiðursmenn Ingi Freyr Atlason og Hallmar Freyr Þorvaldsson sem hafa, auk mín, gert heiðarlega tilraun til að halda hópinn og hittast einu sinni eða tvisvar á ári […]

Continue Reading
rip

Gamli maðurinn og bankinn

Það var upplífgandi að lesa úttekt helgarblaðs DV upp úr rannsóknarskýrslu Páls Hreinssonar þar sem ítarlega var fjallað um hvernig Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn gerðu skipulega út ‘þjónustufulltrúa’ og ‘ráðgjafa’ til að hafa fé af eldri borgurum með því að ljúga þá fulla. Í skýrslunni eru birtir tölvupóstar milli siðblindra vanvita í bönkunum þar sem […]

Continue Reading
malfraedi

Ég er ekki einn!

Þakka þér kærlega fyrir góða grein og að benda á þetta. ‘Það var kannski ekki kennt fólki’ hvernig það á að tala rétt! Stundum líður mér eins og ég sé í útrýmingarhættu þegar ég reyni að benda fólki á ambögur. Það er gott til að vita að enn halda fleiri en ég í blæbrigðaríku ylhýru […]

Continue Reading
pokkun

Saurinn hæfir viftuna – raunveruleiki flutninga

Eins og ég átti satanískan dag yfir ritgerðinni í gær var dagurinn í dag jafn-ánægjulegur. Sama daginn fengum við leigjendur að húsinu okkar og fengum sjálf leiguíbúð í Forus-hverfinu í Stavanger, fimm kílómetra frá væntanlegum vinnustað okkar, rafmagn, nettenging og sjónvarp innifalið í leigu sem er 9.000 norskar á mánuði. Þetta steinliggur! Sú íbúð verður […]

Continue Reading

Helvíti á jörð

Núna klukkan tæplega fimm í morgun sendi ég leiðbeinanda mínum fyrsta uppkast af MA-ritgerðinni minni eftir tæplega 16 klukkustunda yfirlegu. Það er engum ofsögum sagt að mér líður eins og Eyjafjallajökli og Þorgerði Katrínu til samans…tíu í útvíkkun!

Continue Reading
hamborgari

Nýir straumar með gömlu stefi

Gamla Hard Rock-stemmningin gengur nú í endurnýjun lífdaganna í Hamborgarafabrikku Simma og Jóa í Höfðaborg við Borgartún. Eins og mér finnst þessi glerturn nú óspennandi, tákngervingur stolinna uppgangstíma í þjóðfélagi sem sá of seint að góðærið var gúmmítékki, verður að játast að þeir félagar hafa spilað vel úr húsnæðinu og útkoman er stílhreinn veitingastaður þar […]

Continue Reading