Archive | October, 2009

emilana

Jungle Drum rokkar feitt

Hinir og þessir listamenn skemmta sér augljóslega vel yfir jólasmelli Emilíönu Torrini frá því í fyrra, Jungle Drum. Þýsk dauðarokksveit sem ég hafði ekki heyrt um áður, Nero’s Revenge, gerir laginu svakaleg skil sem njóta má hér. Þetta eru dúndurþéttir náungar sem minna mig helst á John Tardy og félaga í gömlu góðu Obituary. Hérna […]

Continue Reading
mcds

McD’s In Memoriam

Sjaldan er ein báran stök. Hin íslensku útibú stærsta skyndibitaævintýris heimsins, sem þeir bræður Dick og Mac McDonald hófu í San Bernardino í Kaliforníu árið 1940, líða undir lok með þeirri viku sem nú er hafin. Í San Bernardino leit einnig einn af fyrstu Hells Angels-klúbbum heimsins dagsins ljós árið 1953 svo þetta er merkisstaður. […]

Continue Reading
laddi

Það er ekki oft…

…sem íslenskar kvikmyndir skilja eitthvað eftir hjá mér en með sanni má segja að Jóhannes, sem skartar Ladda og fleira góðu fólki, hafi gert það með stæl í kvöld. Ég vissi svo sem ekki við hverju ég átti að búast, hafði lesið bók Helga Ingólfssonar, Andsælis á auðnuhjólinu, sem myndin er byggð á og tekið […]

Continue Reading

Wipeout – öruggur dauði eða skjótfenginn gróði?

Það var fróðlegt að fylgjast með Sindra og félögum í Íslandi í dag kvöldsins. Þar var púlsinn tekinn á þrautabrautaþættinum Wipeout sem tekinn er upp í Buenos Aires í Argentínu og virðist – svona í fyrstu – hálfgerð Krýsuvíkurleið (eða Krísuvíkurleið ef menn kjósa þann rithátt en uppruni örnefnisins er óljós). Það er þó töluverður […]

Continue Reading
hamarinn

Enginn hamar er án klaufa

Eftir að hafa horft á hina hroðalegu spennumynd Ríkisútvarpsins, Hamarinn, tvo sunnudaga í röð veit ég ekki úr hverju ég ætti frekar að deyja; leiðindum eða hugmyndaþurrð. Í fyrsta lagi eru öll samtöl í þáttunum svo illa skrifuð að hvaða ófermt barn sem er skynjar að hvorki samstarfsfólk í löggæslu né nokkurri annarri starfsgrein myndi […]

Continue Reading

Athugasemdakerfi komið í gagnið

Vegna fjölda áskorana hefur sérlegur tölvuráðunautur minn og almennur snillingur í tæknimálum, Ríkharður Brynjólfsson, látið verða af því að koma upp athugasemdakerfi hér á síðunni. Lesendum er sem sagt gert kleift síðan núna einhvern tímann í vikunni að rita athugasemdir við einstakar greinar og pistla. Margir höfðu sent mér póst og kvartað sáran yfir vöntun […]

Continue Reading

Veiðitímabilið hafið

Jæja, þá er nauðungarsölufresturinn liðinn, 1. október er kominn og farinn, tímamarkið sem handónýt ríkisstjórn okkar Íslendinga  setti í vor þegar hún hélt að hún gæti bjargað öllu með því að fresta nauðungarsölum fram í október. Glögg birtingarmynd þessa var þegar spikfeit ljóshærð kona frá sýslumanninum í Reykjavík bankaði hér upp á í miðjum kvöldverði […]

Continue Reading