Sólríkan mánudagsmorgun um miðjan maí 1992 stóð renglulegt síðhært unglingskvikindi við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ og beið eftir að vera sótt. Þetta var ég að hefja það fyrsta af því sem að lokum urðu fjögur sumur í byggingarvinnu hjá Ístak hf. Von bráðar renndi lúin Lada, með nafni fyrirtækisins áletruðu, upp að mér og staðnæmdist. Undir […]