‘Það er orðið mikið mannval þarna hinu megin,’ var haft eftir bónda nokkrum í erfidrykkju einhvers staðar einhvern tímann. Ég geri þau orð að mínum við andlát Óla Tynes, ofurblaðamanns og vinnufélaga míns hjá 365 miðlum árin 2008 og ’09. Óli starfaði sem blaðamaður í hálfa öld, geri aðrir betur, og byrjaði og endaði ferilinn […]
Archive | October, 2011
Peru-cider – fíkn framtíðarinnar?
Grevens peru-cider frá Hansa Borg-brugghúsunum í Bergen (og víðar) er nýjasta fíknin í lífi mínu. Þetta er glettilega góður svaladrykkur, 4,7 prósent og fæst í öllum búðum hér (4,7 er hámarksstyrkur áfengis úr öðrum verslunum en Vinmonopolet). Grevens fæst einnig með eplabragði og skógarberjabragði en einhvern veginn hefur perubragðið náð mestum tökum á mér þrátt […]
Beina brautin verður æ beinni
Atvinnumál hér á heimilinu virðast vera að komast í endanlegt horf. Rósa fékk atvinnutilboð í gær frá flutningafyrirtækinu Logi Trans þar sem hún sótti um starf á lager fyrir nokkrum vikum. Um er að ræða hraðstækkandi fyrirtæki með starfsemi víða um Evrópu, þar af töluverða innan norska olíubransans. Af 30 umsækjendum voru fjórir boðaðir í […]
Styrkur og einbeittur drykkjuvilji á októberhátíð NorSea Group
Svokallað oktoberfest NorSea Group fór fram á föstudag. Reyndar var ekki um alla samsteypuna að ræða heldur eingöngu stöðvarnar hér í Stavanger sem saman mynda dótturfyrirtækið NorSea AS. Í raun er þarna um að ræða árshátíð fyrirtækisins en þó ekki þar sem þessi samkoma er eingöngu haldin annað hvert ár. Hvað sem því líður er […]
Samsetning IKEA-húsgagna og ný varmadæla
Eftir rúmt ár hérna á Overlege Cappelensgate létum við þann gamla draum rætast að standsetja skrifstofuna okkar svokölluðu, sameiginlega tölvu- og margmiðlunaraðstöðu í herbergi uppi á annarri hæð sem hefur, þetta rúma ár sem við höfum búið hér, þjónað hlutverki ruslageymslu. Forsenda þess að þetta mikla skref yrði stigið var helför í IKEA til kaupa […]
Tíundi hver Egypti er koddi!
Vá, vissu menn þetta?!? Samkvæmt þessari frétt RÚV í kvöld eru tíu prósent Egypta koddar!!! Eru einhverjir þeirra þá kannski sængur? ‘Koddar vilja að stjórnvöld gæti öryggis þeirra,…’, hve bilað er það? (MYND: Koddar gera allt vitlaust í miðborg Kaíró/RÚV.)
Fregnir af dauða mínum eru stórlega ýktar
Fjöldi fyrirspurna hefur borist mér síðustu daga frá lesendum síðunnar, hvort tveggja vinum, fjölskyldu og öðrum, sem hvorugum hópnum tilheyra en lesa mig öngvu að síður, um það hvort ég sé á lífi. Ég hef ekki sett neitt hérna inn síðan síðasta sunnudag en dreg þó andann (það er eins gott að ég er ekki […]
Þetta er fréttamennska
Fréttir af íslenskum pípulagningamönnum sem starfa fyrir 54 norskar krónur á tímann rétt utan við Ósló hafa verið fluttar á RÚV í tveimur hlutum (fyrri hluti, seinni hluti) síðustu daga og er þar notast við efni frá norska ríkisútvarpinu NRK. Þetta tímakaup nær náttúrulega ekki nokkurri átt, við töldum okkur vera botngróður Noregs þegar við […]
Þriðji í steik
Hér á suðvesturhorni Noregs, sé hægt að tala um ‘horn’ á þeim landshluta, hefur síðan á fimmtudag ríkt eins konar Indian Summer, eins og Bandaríkjamenn kalla það, það er að segja hreinræktaðir sumardagar með molluhita á því tímabili sem ætti að kalla hápunkt haustsins. Hitinn hefur verið vel yfir 20 gráður frá því löngu fyrir […]