Klukkan 18:23 í kvöld hófst langþráð jóla-/áramótafrí mitt formlega eftir harðasta vinnumánuð sem litið hefur dagsins ljós í lífi mínu eftir að ég flutti til Noregs, 88 yfirvinnutíma og þar af mjög marga með hátíðar-, stórhátíðar- og stórstórhátíðarálagi. Feit útborgun sem sagt í vændum í janúar og veitir ekki af með rándýrt nám í vændum […]
Archive | December, 2012
Gleðileg jól
Ritstjórn atlisteinn.is óskar öllum Íslendingum til sjávar og sveita, og í Noregi, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með kærri þökk fyrir það sem nú er senn á enda. Dyggum lesendahópi, sem nú nálgast 500 fasta lesendur í viku hverri, er þökkuð þolinmæðin og beinhörð þrautseigja við að koma nánast alltaf til baka og bergja […]
Fjör kenni oss eldurinn frostið oss herði…
Margt fór öðruvísi en ætlað var á bryggjunni hjá Phillips í dag þegar stöðva varð lestun birgðaskipa klukkan 14 vegna veðurs en rok var þá yfir þeim mörkum sem reglur leyfa við kranavinnu. Til stóð að lesta rúma þúsund fermetra á þrjú skip í dag og senda allt út í Norðursjóinn í nótt en svo […]
Tölvuþrjótar ráðast á atlisteinn.is
Sá sögulegi atburður varð nú um helgina að atlisteinn.is varð fyrir fólskulegri árás tölvuþrjóta úr röðum albanskra þjóðernisöfgamanna en þá brutust einstaklingar úr röðum samtakanna Albanian Hacker’s Terrorist inn í vefumsjónarkerfi síðunnar og birtu áróðursskrif sín sem nýja forsíðu. Meira að segja með tónlist undir. Árásin virtist fyrst og fremst beinast gegn Serbum og því […]
Fornjóts bleika, fimbulkalda vofa…
Íbúar Rogaland-fylkis eru í losti þessa dagana vegna mesta fannfergis sem greinst hefur frá upphafi mælinga á mörgum stöðum. Þó er þetta ekkert sem vex íslenskum meðaljóni í augum en taka verður með í reikninginn að hérna snjóar varla á veturna svo 70 cm djúpur snjór telst til meiri háttar náttúruhamfara. (MYND: Sáluhliðið að Gangeren […]
Jólagjöfin mín í ár…
Ég segi kannski ekki að hún sé ekki metin til fjár en það er dagljóst að við getum farið að hætta þessu mat-væli hér á heimilinu eftir að jólagjöfin frá stéttarfélaginu mínu, Industri Energi, kom í hús upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að innkaupastjórarnir þar á bæ hafi notað hugmyndaflugið út […]
Wheels of Terror (þó ekki eftir Sven Hassel)
Ég hefði átt að barma mér meira yfir þessum dekkjakaupum, hvílíkir kostagripir, þrátt fyrir naglaleysi þeirra er veggripið á ís og snjó nánast eins og á þurru malbiki og spólvörnin grípur aldrei inn í. Er þetta hægt með einhverju úr gúmmíi spyr ég bara. Mér líður nánast eins og ég sé að horfa á hinn […]
6.000 kall fyrir dekk – bylting eða brjálsemi?
Ég öskraði – inni í mér – þegar starfsmaður hjólbarðaþjónustunnar í næsta nágrenni okkar sveiflaði verðlistanum við nef mér og brosandi færði mér móður jörð sem gröf…eða allt að því. Sex þúsund norskar krónur fyrir umganginn af Nokian Hakkapeliitta R ónegldum vetrardekkjum (205/55 R 16) komin undir bílinn sem reyndar felur í sér umfelgun frá […]
Spónn úr aski
Það er heldur betur skarð fyrir skildi hjá Argentínu steikhúsi núna frá 1. desember en þá hverfur þeirra einstaki yfirþjónn, Kristján Nói Sæmundsson, til annarra starfa og gengur veitingastað Bláa lónsins á hönd. Þar með fer hann að vinna með Kára bróður sem stendur yfir pottum lónsins og einhverjir lesendur minnast án efa sem mannsins […]