Ég steig það stóra og erfiða skref í gær að skipta um síma sem var svo sem búið að vera í bígerð lengi. Aðgerðir á borð við þá að skipta út einhverjum hlut sem ég hef verið með í höndunum daglega í mörg ár eru mér afskaplega þungbærar og alveg sérstaklega tók það á að […]
Archive | February, 2014
Óðurinn til bleksins
Spennandi dagur rann upp í gær og markaði upphafið að því mikla verkefni sem ég ákvað fyrir rúmu ári að teldist hæfileg afmælisgjöf frá mér til mín á fertugsafmælinu sem nú færist nær, hröðum skrefum. Auðvitað er um húðflúr að ræða enda huggulegast að gefa gjafir sem endast á stórafmælum. (MYNDIR: Rósa Lind Björnsdóttir) Sá […]
Fáum við góða dóma?
Sú var tíðin er íslenskir dómstólar, hvort tveggja í héraði og hinum háa Hæstarétti, létu frá sér gullaldarbókmenntir hinar mestu við uppkvaðningu dóma sinna og á ég þar við dómana sjálfa, málsástæður þeirra, atvikalýsingu, vitnisburði, lagarök og dómsuppkvaðningu. Mér eru minnisstæðar klausur á borð við „Vitnið kvaðst hafa drukkið nokkur glös af áfengisblöndu, eigi gat það greint hve […]
Lítið stórafmæli – litrík klæði
Dagurinn í dag markar tímamót hjá ritstjórn atlisteinn.is þar sem vefsetrið fagnar nú fimm ára afmæli sínu. Hálfur áratugur er liðinn frá sjósetningu þessa fjölmiðlarisa sem birtist heimsbyggðinni upphaflega 1. febrúar 2009. Eins og þetta séu ekki nógu stór tíðindi ein og sér hefur atlisteinn.is farið í sparifötin og tekið sér nýtt útlit eins og […]