Archive | December, 2010

jolafri

Jólafrí og tilheyrandi

Í gær, föstudag, hófst 18 daga jólafrí hér á bæ og var allkærkomið svo ekki sé meira sagt. Nú eru allar atvinnutengdar áhyggjur endanlega úr sögunni þar sem Rósa fékk atvinnutilboð frá háskólasjúkrahúsinu á þriðjudaginn. Málin litu ískyggilega út á tímabili þar sem fyrrverandi vinnuveitandi okkar beggja, starfsmannaleigan Proffice, hafði boðað að engin aukafrí yrðu […]

Continue Reading
strengthii

Algjört grundvallarrit um lóðarí!

Strength Training Anatomy eftir Frakkann Frédéric Delavier er ítarleg leiðbeiningabók um líkamsrækt með lóðum sem ég get ekki látið hjá líða að dásama hér. Delavier er fyrrum ritstjóri PowerMag í Frakklandi en starfar nú sem blaðamaður hjá Le Monde de Muscle og hefur augljóslega marga fjöruna sopið í massabransanum. Þær eru ófáar líkamsræktarbækurnar og -blöðin […]

Continue Reading
statistics

Æææ…seif

Nýi Icesave-samningurinn er aldeilis traustvekjandi, nákvæmlega eins og sá síðasti en með örlítið lægri vöxtum sem skiptir nákvæmlega engu máli. Þarna fer fólk sem hefur klárlega lesið hið ágæta rit How to Lie with Statistics og dregið lærdóm af. Ég er þegar farinn að fá fyrirspurnir frá hollenskum fjölmiðlum um hvað Íslendingum finnist um þetta. […]

Continue Reading
asgeirii

Jarðarbúar loks 6.886.561.319!

Fyrirsögnin er auðvitað orðin úrelt rétt á meðan ég skrifa þessa fyrstu setningu en tilefnið er að Ásgeir Elíasson, minn ágæti vinur, ól af sér, með aðstoð konu sinnar, Jónu Dísar Þórisdóttur, sveinbarn klukkan 20:27 í dag að Greenwich-meðaltíma. Allar upplýsingar um merkur, lengd og önnur tæknileg atriði verða að bíða þar til formleg fréttatilkynning […]

Continue Reading
lutefiskii

Lutefisk-smökkunin – heimsfrumsýning

atlisteinn.is stendur að vanda við stóru orðin og birtir hér myndband sem sýnir ritstjórann bragða á sínum fyrsta bita af hefðbundnum norskum lutefisk með tilheyrandi meðlæti; kartöflum, baunastöppu, sinnepssósu og beikonbitum í bráðnu smjöri. Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar skrifað hér um lutefisk sem er eins konar svar Norðmanna við […]

Continue Reading
kavari

Aþena, hvar eru dætur þínar?

Árleg jólakort frá fósturdætrunum okkar Rósu á Indlandi og í Pakistan bárust í dag. Ég verð nú að játa að ég er frekar svekktur yfir því að Rósa fær alltaf mun metnaðarfyllra kort en ég, heillangan texta með einkunnum og allt á meðan mín skrifar bara gleðileg jól og nýtt ár auk þess að teikna […]

Continue Reading
baekur

Blindfullur er bóklaus maður

Ljóst er eftir nokkrar flettingar gegnum Bókatíðindi að það mun kosta töluverða útsjónarsemi að sameina lestur og drykkju um jólin, því mikið verður af hvoru tveggja. Þetta virðast ætla að verða ein öflugustu bókajól frá upphafi jóla…og bóka. Ég hef áður talað um bækur Óskars Hrafns Þorvaldssonar og Jóhannesar Kr. Kristjánssonar sem ég ætla mér […]

Continue Reading