Það var einstaklega athyglisvert að hlusta á Andra Geir Arinbjarnarson verkfræðing í Silfri Egils í dag. Horfa má á viðtalið hér. ‘…hvort við getum ekki fært fjármuni til alls þessa fólks sem stendur í biðröð eftir plastpokum,’ var meðal þess sem Andri kastaði fram í mjög áheyrilegu viðtali. Andri er búsettur erlendis og er fyrrverandi […]
Archive | October, 2010
Löng helgi, jibbí
Við erum í löngu helgarfríi núna, helgin er heilum klukkutíma lengri en hefðbundnar helgar. Hvernig má slíkt vera? Jú, á þriðja tímanum í nótt, aðfaranótt sunnudags, lýkur sumartíma í Evrópu og vetrartími tekur við. Þetta gerist einfaldlega þannig að klukkan þrjú í nótt verður klukkan tvö. Klukkutíma lengri nætursvefn og klukkutíma lengri helgi. Þá fylgir […]
Er eðlilegt að ég sé yfirmaður á sjúkrahúsi?
Mér barst atvinnutilboð frá háskólasjúkrahúsinu hér í Stavanger í gær og þáði ég boðið eftir að hafa tekið mér umhugsunarfrest til hádegis í dag. Frá og með 15. nóvember verð ég yfirmaður í intern service avdeling – eða innanhússþjónustudeild – sjúkrahússins og mun þá hafa með höndum stjórn hreingerningargengis nokkurra deilda á sjúkrahúsinu. Starfsheiti mitt […]
Þar rauður loginn brann
Hilmar Veigar Pétursson er æskuvinur minn úr Garðabænum og einn sérstakasti náungi sem ég hef kynnst um mína daga. Fyrir utan að vera rauðhærðari en andskotinn hafði Hilmar, sem í dag er tölvunarfræðingur og forstjóri CCP, tileinkað sér forritunarmálið BASIC, sem Sinclair ZX Spectrum-leikjatölvan var einna þekktust fyrir, löngu fyrir fermingu. (MYND: Við Hilmar á […]
Ég vissi þetta!
Loksins getur þetta hyski sem er sívælandi um að ég birtist á Facebook kyngt því að þessi vefur er eitt stórt persónuverndarslys. Þessi frétt RÚV síðan í gær (spóla þarf áfram til 05:58 þegar þetta er skrifað) hlýtur að staðfesta það endanlega að með einföldu tölvuþrjótaforriti er auðveldara að ryðjast inn á þitt svæði á […]
Draumur drykkjumannsins
Þetta er að mínu viti það eina sem vantaði á áfengismarkaði heimsins – vodkabelja!!! Gjörsamlega fullkomin lausn fyrir fólk sem ítrekað lendir í þeim hvimleiðu aðstæðum að kaupa of lítið áfengi þegar það fer í ríkið. Við hesthúsuðum eina svona eins og að drekka vatn á föstudaginn og vorum ekki svikin. Þvílíkur munur að vera […]
Hansahillur og vitringarnir þrír frá Þelamörk
Fyrst er hér áríðandi tilkynning frá atlisteinn.is þess efnis að Tinna, sem ritaði athugasemd við pistil frá því í september um varahluti í hansahillur, sendi vinsamlegast tölvupóst á netfangið atli@atlisteinn.is hið bráðasta en henni láðist að skilja eftir nokkrar upplýsingar um hvernig ná megi sambandi við hana. Ég verð hálfsvekktur finni ég ekki að minnsta […]
Eins og skepnan deyr
Vegna fjölda áskorana svipti ég hér með blóði drifinni hulunni af vinnustað mínum. Ég kippti myndavélinni með á föstudaginn og hér með birtist yður lesendum mínum dauði norsks búfjár eins og hann gerist hvað öfgafengnastur, allt að 10.000 dýr á viku. Þetta hefur verið með lærdómsríkari stöðum sem ég hef gegnt, auk þess að læra […]
Stikla
Hérna er stikla norskra fjölmiðla úr kvikmynd Erik Skjoldbjærg, NOKAS, sem vakið hefur gríðarlegt umtal hér í landi, sjá síðasta pistil um bók er fjallar um sama atburð. Nánast engir frægir leikarar leika í myndinni, Skjoldbjærg kaus heldur að fá fólk sem líktist upprunalegum persónum. Þannig leikur Morten Håland, tvíburabróðir eins lögregluþjónsins sem kom á […]
Bókin um NOKAS
Dødsranet – David Toska og veien til NOKAS heitir bók eftir norsku blaðamennina Rolf J. Widerøe og Hans Petter Aass. Þarna er að finna einstaka umfjöllun um ránið í peningaflutningaþjónustunni NOKAS (Norsk Kontantservice) 5. apríl 2004. Ellefu vopnaðir menn undir stjórn Björgvinjarbúans Davids Toska brutu sér leið inn í peningageymslu NOKAS hér í miðbæ Stavanger […]