Við ákváðum að fórna nýafstaðinni helgi á altari menningarinnar eftir allt það meinlætalíf sem lesa má um í pistlum hér á undan og brugðum okkur til Kaupmannahafnar, þessarar vöggu félags- og menningarstarfs íslenskra skálda, náms- og drykkjumanna um aldaraðir. (MYND: Á lestarstöðinni í Ørestad, Aldís, Kári, Brynjar, ég og Rósa. Allt þetta áfengi á almannafæri […]
Archive | October, 2012
Ölvun með pólskum
Minn eini pólski vinur, Robert Sumera, gerði strandhögg hér í gær. Við kynntumst á haustvertíð í sláturhúsi Nortura í Stavanger árið 2010. Robert var þá nánast ómæltur á enska tungu en var fróðleiksþorsti piltsins þó til staðar öngvu að síður. Sjálfur hafði ég alltaf verið forvitinn um slavnesk tungumál síðan ég lærði króatísku einn vetur […]
The Devil Went Down to Sandnes…
Lokið er sennilega mestu spritthelgi í sögu Noregs og er það mál manna að sjálfur Haraldur hárfagri hefði grátið af hræðslu hefði hann verið hér og lifað þessa helför sem hann hefði þó sennilega ekki gert þar sem 1162 ár er töluvert yfir meðalævilíkum Norðmanna ef marka má tölur Statistisk sentralbyrå. (MYND: Föstudagskvöldið. Á meðan […]
Fatahreyfingin
Ég stend frammi fyrir því óskemmtilega vandamáli að þurfa að kaupa mér buxur, helst núna í vikunni. Eftir að síðustu buxur nánast molnuðu utan af mér eftir prýðilega þjónustu um nokkurt skeið er ég kominn niður í það neyðarúrræði að vera í neðri hlutanum af mínum einu jakkafötum sem buxum en slíkt klæðir mig engan […]
Endaþarmur markaðssetningar
Norsk fjarskiptafyrirtæki virðast hafa það höfuðmarkmið í lífi sínu að fá mig sem GSM-viðskiptavin. Ég skil þetta reyndar ekki þar sem ég hlýt að vera ákaflega óspennandi kúnni í slíkum viðskiptum, á gamlan Nokia 3210-síma sem býður ekki upp á neitt nema símtöl, SMS-skilaboð og myndavél með sirka eins megapixels-upplausn ef það nær því, vafra […]