Í dag lauk ég störfum á Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger…í annað sinn. Á ég þar með að baki samtals tólf og hálfs mánaðar starf þar í tveimur stöðum og með tveggja og hálfs mánaðar hléi í fyrrahaust vegna haustsláturvertíðarinnar góðkunnu. (MYND: Þarna var ég með skrifstofu.) Dagurinn var með hefðbundnum lokadagsblæ og reyndar merkilegt frá því […]
Archive | August, 2011
Hefði Jónas fæðst 150 árum seinna…
Alþýðulýðveldið Ísland Ísland, fallanda frón og verðandi hreppur í Kína,hvar er þinn Hu Jintao og himneska friðarins torg?Alþingi loks í einn flokk og hver ykkar skal vera Maó?Menningarbyltingin nýja er myntkörfulán. Nú má á Grímsstöðum gömlu, mælt heyra á mandarín-tunguog marsérar alþýðuherinn á Húsavík, Ásbyrgi og dal.Ó, Huang Nubo, hvað heldurðu að þú sért að […]
Endurkoma plokkarans
Gamli góði plokkfiskurinn hefur ruðst með látum inn í líf okkar aftur. Við keyptum okkur 20 kíló af þorskflökum beint frá framleiðanda í síðustu viku og fylltum næstum fjórðung frystikistunnar en hún hafði fram að því ekki verið í sambandi. Svo fór fram mikil plokkfiskgerð hér á heimilinu en ekki þarf að tíunda hve frábær […]
Ættin eldist
Hún Katla Ósk, nýjasta nána skyldmenni mitt og dóttir Kára bróður, er eins árs í dag. Ég hef eingöngu hitt hana tvisvar vegna búsetu minnar í Noregi, um síðustu jól og svo núna í sumarfríinu þegar við vorum tvær vikur á Íslandi. Þau halda þrefalda afmælisveislu í Garðabænum í dag þar sem öll fjölskyldan á […]
Vit hava funnið olju
Færeyingar eru að blanda sér í norræna olíubransann af krafti eins og stórblað þeirra, Dimmalætting, greinir frá á viðskiptasíðu sinni í gær: At boða frá einum fundi í okkara fyrsta leitibrunni sum fyristøðufelag er stimbrandi og stórt frambort fyri felagið, sigur leiðslan í Faroe Petroleum í skrivi, nú olja er funnin í Fulla-brunninum vestan fyri Hetland. Felagið boðar […]
Getur elsti Íslendingurinn verið látinn?
Alltaf finnst mér sérstakt að sjá fyrirsagnir á borð við Elsti Íslendingurinn látinn en eina slíka er nú að finna á vef Mbl. Þetta sér maður auðvitað alltaf annað slagið, elsti maður Japans látinn, elsta kona Brasilíu og svo framvegis. Orðalagið stenst þó varla og hlýtur eiginlega að vera rökfræðilega ótækt. Á því augnabliki sem […]
Nóg komið
Eftir hroðalegt brennivínslegið sumarfrí er loksins komið að því að gera bragarbót í stálinu. Ég er búinn að æfa svona þokkalega frá því að við komum hingað frá Amsterdam til þess að takast á við raunveruleikann aftur. Það hefur þó allt virkað eins og hálfgerð endurhæfing eftir þriggja vikna drykkju og ég er núna fyrst […]
Tár, bros og vodka (ekki eftir Þorgrím Þráinsson)
Óvænt föstudagsfrí birtist á himni í dag. Okkur gekk svo vel í verklega hluta lyftaraprófsins að við vorum útskrifuð kl. 14:00 í dag og send heim í snemmbúið helgarfrí. Losnuðum þar með við seinni daginn. Auk þess kom í ljós að ég var dúx í skriflega prófinu. Það er orðið verulega langt síðan ég hef […]
Zhirinovsky…Nostradamus 21. aldarinnar
Man einhver þegar Vladimir Zhirinovsky, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Rússlandi, sló því fram haustið 2003 að Ísland væri kjörið fangelsi fyrir Evrópu, meðal annars vegna þess hve erfitt væri að flýja þaðan? Það var hægt að hlæja að þessu þá en raunin er sú að nú eru Steingrímur J. og Seðlabanki Íslands, af öllum, búnir […]
Mánudagur til…margslunginna athafna
Ný vinnuvika hófst með krafti. Kannski fullmiklum krafti fyrir mánudag reyndar þar sem við erum að taka lyftarapróf í kvöldskóla og verða fyrstu þrír dagar vikunnar þar með töluvert langir. Við vorum að lenda heima núna klukkan 22:30. Þetta er bóklegi hlutinn en sá verklegi er svo kenndur á tveimur heilum dögum, fimmtudag og föstudag. […]