Fréttir Ríkisútvarpsins í kvöld og í gærkvöldi voru athyglisverðar. Vísa ég þar einkum til upprifjunar á fréttaflutningi haustsins 2008 þar sem Þórdís Arnljótsdóttir fréttamaður sagði frá því þegar hún og myndatökumaður RÚV urðu fyrir tilviljun vitni að leynifundum bankastjóra í Stjórnarráðinu og fjármálaráðuneytinu. Fróðleg viðtöl við þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fylgdu fréttinni þar sem […]
Archive | September, 2009
„Fornjóts bleika fimbulkalda vofa…
…fjötruð hlekkjum þúsund ára dofa/þú hefur drjúgast drukkið Íslands blóð. “ Þessar fallegu ljóðlínur séra Matthíasar Jochumssonar um hinn forna fjanda, hafísinn, komu upp í huga minn þegar ég steig út í svalt morgunhúmið klukkan 05:40 í morgun. Bifreiðin héluð sem borgarísjaki og Esjan grá í vöngum. Og ekki nema 28. september! Það er ljóst […]
Morgunblaðið – kjarni…uhhh…hvaða máls?
Ráðning Davíðs og uppsagnir tuga. Kemur þetta á óvart? Ekki tel ég svo vera. Þessi ágæti fjölmiðill hefur ávallt valtað yfir alla þá sem hann telur ekki vini sína en þó ávallt gætt vina sinna. Það er kannski ágætt, nema viðkomandi sé útbreitt dagblað. Mér er minnisstætt þegar ég var blaðamaður á mbl.is sumarið 2003 […]
District 9 – félagsfræðilegt meistaraverk
Því fer fjarri að ég sé alltaf sammála hinum gamalreynda kvikmyndarýni Morgunblaðsins, Sæbirni Valdimarssyni, en ég fellst alveg á það með honum að skreyta kvikmynd Neills Blomkamp, District 9, fjórum stjörnum af fimm mögulegum. Ekki rekur mig minni til að hafa heyrt nafn leikstjórans áður, hann er fæddur árið 1979 í Jóhannesarborg, þar sem myndin […]
Loksins loksins!
Nú halda lesendur að ég ætli að rita hér nokkur vel valin orð um frægan ritdóm Kristjáns Albertssonar um Vefarann mikla eftir meistara Laxness sem birtist í tímaritinu Vöku árið 1927 og hófst á orðunum: „Loksins, loksins tilkomumikið skáldverk, sem rís eins og hamraborg upp úr flatneskju íslenzkrar ljóða- og sagnagerðar síðustu ára! “ (MYND: […]
Rauð jól
Þá er jólarauðvínið komið í gang og gerjast eins og fjandinn strax frá fyrsta degi. Þykknið er kalifornískt cabernet-vín, ekki mitt uppáhaldsland í rauðvínum en engu að síður gaman að sjá hvernig útkoman verður. Þetta er flóknara en hvítvínið og þarf að vera á flöskum í tvo til fjóra mánuði áður en þess er neytt. […]
Blákaldur raunveruleikinn skellur á
Sennilega hefur ekkert takmarkaðra skemmtanagildi í lífinu en að koma úr fjögurra vikna sumarfríi og stimpla sig inn í kaldan veruleika með því að hefja hvort tveggja störf og skólavist á sama tíma. Þetta tvennt átti sér þó stað um síðustu mánaðamót í lífi mínu og er ég langt í frá byrjaður að jafna mig. […]
Talsíminn – skemmtilegur samanburður
Nú get ég loks farið að bera saman verðskrár hjá Símanum og Tali þegar tveir mánuðir eru liðnir frá því að ég yfirgaf Símann eftir 13 ára viðskipti og gaf mig Tali á vald. Ég ritaði um þetta hér á síðunni á sínum tíma og greindi þá frá samviskubiti mínu vegna þess að yfirgefa fyrirtæki […]
Hvað fæst fyrir nefskatta?
Í skattaálagningu þessa árs var nefskattur Ríkisútvarpsins lagður á í fyrsta sinn, 17.900 króna krafa á alla landsmenn 18 til 67 ára, óháð fjölda skattþegna á hverju heimili. Í frumvarpinu er rætt um að hlutfall auglýsinga á kjörtíma (e. prime time) skuli ekki vera meira en fimm prósent. Kjörtími er útsendingartími frá klukkan 19 til […]
Sýni uppskerunnar komið í hús
Ég lofaði aldeilis upp í allar ermar og skálmar þegar ég sagðist í pistli hér einhvern tímann í júní ætla að koma með reglulegar fréttir úr matjurtagarðinum sem Mosfellsbær leigði okkur í vor. Einn pistill um málið birtist þegar nýbúið var að setja niður tólf kíló af útsæði, gulrætur og radísur og nú lítur sá […]