Archive | March, 2010

hells angelsii

Á Sprengisandi

Ég hvet alla sanna aðdáendur safaríkra umræðuþátta til að hlusta á þátt Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisand, á Bylgjunni á páskadagsmorgun. Sigurjón ætlar meðal annars að spila athyglisverðustu hlutana úr þætti mínum Vígsakir sem ég tók upp fyrir viku og er helmingurinn af MA-verkefni mínu í blaða- og fréttamennsku. Sjá pistil hér á síðunni frá 23. […]

Continue Reading
midaldra

Ég er að verða miðaldra

Náðarstundin nálgast. Meðalaldur íslenskra karlmanna er 79,6 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Það táknar að þegar ég verð 39,8 ára verð ég miðaldra. Á morgun, 30. mars, verð ég 36 ára sem táknar að ég hef nákvæmlega 3,8 ár þangað til ég get kallað mig miðaldra. Ég myndi sætta mig við að vera kallaður margt annað […]

Continue Reading
stavanger

Atvinnutilboð í hús

Við erum komin með vinnu í Noregi. Póstur beið okkar á miðvikudaginn frá Háskólasjúkrahúsinu í Stavanger þar sem við munum starfa við ræstingar í sumar. Ekki bjóst ég við að eiga eftir að starfa innan heilbrigðisgeirans! Þetta var ekki baráttulaust. Mér telst til að tímabilið nóvember til mars höfum við sótt um tæplega 200 störf […]

Continue Reading
skattar

Stórt skref fyrir mannkynið!

Þetta er rosalegt, klukkan 13:59 í dag skilaði ég mínu fyrsta rafræna skattframtali. Eins og þeir vita sem til þekkja er ég með vanafastari mönnum og hef allar götur fram að þessu skilað framtali á pappír. Þetta var hálfgerð trúarathöfn, ég dró fram sparirithöndina og fyllti framtalið út eftir bestu vitund. Næst tók ég ljósrit […]

Continue Reading
stripp

…en með ólögum eyða

Það er enginn hörgull á fólki sem hefur áhuga á að tjá sig um nektardanslögin svokölluðu. Núna er ég að hlusta á piltana í Reykjavík síðdegis spyrja konur sérstaklega út í þetta. Það vekur athygli mína að mörgum þeirra finnst út í hött að banna þetta, starfsemin fari bara algjörlega ofan í jörðina við það […]

Continue Reading
microfonn

Fimmtán einingar á mettíma

Milli klukkan 13 og 14 í dag lauk ég verklega hluta 30 eininga MA-verkefnis á 53 mínútum (undirbúningur reyndar ekki meðtalinn). Mínir gömlu félagar á Bylgjunni komu til móts við mig og leyfðu mér að taka upp umræðuþátt þar sem ritgerðarefnið var krufið til mergjar, það er að segja nafnbirtingar grunaðra manna í fjölmiðlum. Mér […]

Continue Reading
flugvelaklosett

Gullvagninn og fleiri raunir flugvirkja

Ég er almennt ekki hrifinn af verkföllum sem vopni í kjarabaráttu en verð þó að játa að ég held með flugvirkjum í deilu þeirra. Þekkjandi nokkra flugvirkja veit ég að þetta er hörkuvinna. Hryllilegar sögur ganga af þeirri áþján nýliða í greininni að sjá um gullvagninn svokallaða en það mun vera salernisforðageymsla farþegaflugvéla svo reynt […]

Continue Reading
orninn

Blindur fær sýn og fleira

Það fer víst ekki hjá sjáandi fólki að nett litgreining og heimsóknir til ímyndunarráðgjafa (Landbúnaðar-Guðni á síðara hugtakið skuldlaust og er það fengið að láni) hafa átt sér stað hér á atlisteinn.is. Með öðrum orðum hefur liðurinn Tuð verður færður hér fram á forsíðuna svo nýjasti pistillinn birtist nú lesendum strax og þeir heimsækja mig. […]

Continue Reading
fiskur

Áþreifanleg verðmæti

Silfrið skein skært hjá Agli í dag, þéttur pakki af viðmælendum. Alþjóðlegi skuldasérfræðingurinn Jurishevko (fyrirvari um rithátt sem er eftir minni) stendur þar upp úr, frábært að fá erlendan sérfræðing sem rekur stígvélið almennilega á kaf með einföldum en nánast alveg skotheldum rökum. Við megum alveg við því annað slagið til að fleyta kúfnum af […]

Continue Reading