…þegar maður er kominn á fætur FYRIR 9 á sunnudagsmorgni til að lesa um eitthvert Evrópusamrunaalþjóðavæðingarschengenþróunaraðstoðarvarnarmálakaldastríðskjaftæði eftir menn sem heita Scholte, Giddens, Katzenstein og Baldur Þórhallsson!?!?!?!? (MYND: Próflestrarsloppurinn, kaffið og fyrri bók Auðuns Arnórssonar um ESB. Fullkominn sunnudagsmorgun.)
Þá er eitthvað mikið að. Allt sem er fyrir klukkan 12:00 á hádegi á laugardögum og sunnudögum heitir nefnilega NÓTT í mínum bókum. En maður gerir ýmislegt óvenjulegt síðustu dagana fyrir próf. Sagt er að hetjur séu venjulegt fólk sem gerir óvenjulega hluti við sérstakar kringumstæður. Ég er óvenjulegt fólk sem gerir mjög furðulega hluti á sunnudagsmorgnum og er farinn að vita óþægilega mikið um stofnanir ESB, Lissabon-sáttmálann og hnattvæðingu. Auk þess er ég að verða svo hnattvæddur sjálfur að ég er farinn að trúa því að Mosfellsbær sé þorp í Tíbet auk þess sem ég hef verulegar áhyggjur af hlýnun jarðar og losun ýmissa lofttegunda. Maður þorir orðið varla að hita vatn í kaffið.