Vikulega berst mér tölvupóstur með PDF-skjali sem inniheldur mjög ítarlega skýrslu um heimsóknir á þessa síðu. Þar má finna hafsjó upplýsinga, allt frá því hvers konar vafra fólk notar og hvað það eyðir að meðaltali löngum tíma á síðunni yfir í frá hvaða löndum heimsóknirnar koma, Sádi-Arabía kom til dæmis ný inn um daginn en af öðrum forvitnilegum lesendum má nefna eina heimsókn frá Zimbabwe sem ég skrifaði nú einhvern tímann pistil um hérna. Ætli fólk í þessum löndum skilji mikið af efni síðunnar? (MYND: Ég hefði getað valið mun athyglisverðara myndefni með þessum pistli en hef meðalhófsreglu stjórnsýslulaga í huga.)
Skýrslan gefur einnig upp hvaða leitarorð þeir, sem detta inn á síðuna gegnum leitarvélar, hafa stuðst við í leit sinni. Þannig vakti það töluverða athygli mína í skýrslu dagsins í dag að 36 manns höfðu slegið upp orðinu