Örfáar línur til að minnast látins starfsbróður, Hrafnkels Kristjánssonar, íþróttafréttamanns Ríkisútvarpsins, sem dó á jóladag eftir hörmulegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi 18. desember. Hrafnkel þekkti ég ekki persónulega en skilst að þar hafi farið góður drengur. Ég bið fjölskyldu Hrafnkels allrar blessunar á erfiðri stundu og sendi vinnufélögum hans í Efstaleitinu enn fremur kærar kveðjur.