Órafmagnað loftslag

loftslagÞað er gæfulegt að splæsa í þennan auma saumaklúbb í Kaupmannahöfn sem 15.000 manns frá 192 ríkjum sitja og karpa um hvað þeir ætli að losa mikið af gróðurhúsalofttegundum. Eftir tveggja vikna rifrildi þar sem hver höndin er uppi á móti annarri er niðurstaðan nákvæmlega engin en ráðstefnan hefur í stað þess vakið heimsathygli fyrir fulltrúa fjölda ríkja sem storma út úr Bella Center viti sínu fjær af bræði. Svona er komið fyrir alþjóðasamvinnunni.

Á meðan eyða dönsk yfirvöld milljörðum í löggæslu til að halda kexrugluðum mótmælendum í skefjum sem vita fæstir hverju þeir eru að mótmæla en vilja bara vera með í partýinu. Minnir óþægilega mikið á fávitana í Saving Iceland sem lágu eins og mara á öllum fjölmiðlum sumarið 2008 til að vekja athygli á því að þeir væru búnir að hlekkja sig við einhverjar vinnuvélar uppi á fjöllum eins og fífl. Þegar þessir bjálfar stóðu með spjöldin á lofti fyrir utan heimili forstjóra Landsvirkjunar og hann kom út og bauð þeim í mesta bróðerni að funda með sér vildu þeir það ekki. Þetta kallar maður fólk sem kann að koma málstað sínum á framfæri.

Mótmælendur í Kaupmannahöfn og gestir ráðstefnunnar eru álíka vonlausir, hvorir á sínu sviði. Þaðsamkomulagsem þar náðist er að sögn fulltrúa Súdans versta samkomulag sögunnar. Um að gera að eyða milljörðum í svona fundi.

Athugasemdir

athugasemdir